Spegillinn

26. október 2021 COVID-faraldurinn í vexti

Fimm sjúklingar á hjartadeild Landspítalans hafa greinst með kórónuveiruna og smitsjúkdómadeild hans er aftur orðin COVID-deild. Már Kristjánsson, yfirlæknir og formaður farsóttarnefndar segir faraldurinn í vexti. Haukur Holm talaði við hann.

Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna kemur saman í dag til ræða ástandið í Súdan eftir her landsins tók völdin í sínar hendur í gær. Aðgerðirnar hafa verið fordæmdar víða um heim. Ásgeir Tómasson sagði frá.

Lögreglu bárust um átta hundruð tilkynningar um heimilisofbeldi fyrstu níu mánuði ársins og hefur þeim fjölgað mjög. Eygló Harðardóttir í aðgerðateymi lögreglu segir skipta mikil fólk hafi greiðan aðgang þjónustu eftir fjölbreyttum leiðum. Dagný Hulda Erlendsdóttir ræddi við Eygló.

Eldsneytisverð hefur hækkað um hátt í 40 prósent á síðustu 18 mánuðum. Bensínlítrinn víða um land er kominn yfir 270 krónur en er 40 krónum ódýrari á völdum stöðvum á höfuðborgarsvæðinu. Hinrik Örn Bjarnason, framkvæmdastjóri N1 segir brugðist við markaðsaðstæðum. Kristján Sigurjónsson ræddi við hann.

Gunnar Sigurðsson, framkvæmdastjóri Sementsverksmiðjunnar, segir líklegt vöntun á sementi hér megi rekja til raskana á framleiðslu og flutningum vegna heimsfaraldurs. Ólöf Rún Erlendsdóttir ræddi við hann.

---

Það hefur ekki farið fram hjá bifreiðareigendum sem aka á bensín-, dísil- eða tvinnbílum, og komið verulega við pyngjuna, eldsneytisverð hefur hækkað hratt á undanförnum vikum og mánuðum.Kristján Sigurjónsson ræddi í dag við Hinrik Örn Bjarnason framkvæmdastjóra N1 og Runólf Ólafsson framkvæmdastjóra Félags íslenskra bifreiðareigenda.

Hvaða máli skiptir bakgrunnur nemenda þegar kemur vali á framhaldsskóla. Hvaða breytur skipta mestu um það hvert þeir fara og hafa allir frjálst val? Guðrún Ragnarsdóttir dósent á Menntavísindasviði Háskóla segir rannsókn hennar og tveggja kollega sýni nemendahópar skólanna séu mjög lagskiptir og áberandi börn efnameiri foreldra séu frekar í hinum hefðubundnu bóknámsskólum sem hvað mest sókn er í. Anna Kristín Jónsdóttir ræddi við Guðrún.

Lekaefni frá Facebook sýnir stjórnendur þar eru meðvitaðir um samþjöppun öfga- og hatursefnis. En netlöggjöf er víða hitamál. Sigrún Davíðsdóttir sagði frá.

Umsjónarmaður: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Jón Þór Helgason. Stjórn útsendingar fréttahlutans. Björg Guðlaugsdóttir.

Birt

26. okt. 2021

Aðgengilegt til

27. okt. 2022
Spegillinn

Spegillinn

Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.