Spegillinn

Spegillinn 11. október 2021

Spegillinn 11.október 2021

Umsjón: Kristján Sigurjónsson

Tæknimaður: Mark Eldred

Rýmingu hefur verið aflétt hluta vegna skriðuhættu á Seyðisfirði. Hættustig er þó enn í gildi og íbúar fimm húsa mega ekki snúa aftur heim.

Formaður Sjálfstæðisflokksins segir hafa komið sér á óvart Birgir Þórarinsson sem kosinn var á þing fyrir Miðflokkinn hafi boðið þingflokki sjálfstæðismanna krafta sína.

Skipt verður um forystusveit Kristilegra demókrata í Þýskalandi á næstu vikum.

Flaggað er í hálfa stöng í Borgartúni í Reykjavík í dag til vekja athygli á miklu fleiri karlar en konur stýra fyrirtækjum.

Um 320 þúsund manns hafa gengið gosstöðvunum frá því gos hófst 19. mars.

Kvikmyndin Dýrið er orðin tekjuhæsta íslenska myndin sem sýnd hefur verið í bandarískum kvikmyndahúsum. Tekjur af miðasölu í Bandaríkjunum um helgina námu yfir milljón Bandaríkjadala.

Ekki er lengur talin þörf á takmarka æskulýðs-, íþrótta- og félagsstarf barna og unglinga á grunnskólaaldri á Akureyri.

Erfitt hefur reynst undanfarið halda hita á sundlaug, heitum pottum, gufubaði og sturtum í sundlaug Hvergerðinga í Laugaskarði.

Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu mætir Liechtenstein á Laugardalsvelli í kvöld í undankeppni heimsmeistaramótsins

Lengri umfjöllun:

Um 320 þúsund manns hafa gengið gosstöðvunum á Reykjanesskaga frá því teljarar voru settir upp við gönguleiðir skömmu eftir gos hófst 19. mars. Heimamenn settu sig þá strax í stellingar. Þuríði Aradóttur forstöðukona Markaðsskrifstofu Reykjaness var í viðtali í Speglinum á fjórða degi í gosi og lýsti sinni sýn á hvernig bregðast skyldi við væntanlegum áhuga íslendinga og erlendra ferðamanna á gosinu. eru tæpir sjö mánuðir frá því gosið hófst. Hvernig hefur til tekist? Kristján Sigurjónsson ræðir við Þuríði.

Þegar Bretar gengu úr Evrópusambandinu í ársbyrjun í fyrra var gerð sérstök bókun um Norður-Írland til tryggja opin landamæri milli Írlands og Norður-Írlands í anda friðarsamningsins frá 1998. En blekið var varla þornað á gjörningnum þegar breska stjórnin fór kvarta yfir það væri ekki hægt framfylgja bókuninni. Brexit er því ekki búið og er hefjast ein atrennan til leysa Norður-Írlandsvandann. Sigrún Davíðsdóttir segir frá.

Gríðarlegt úrhelli sem veldur flóðum, hækkandi sjávarmál og hverskyns veðuröfgar. Þessara afleiðinga loftslagsbreytinga er þegar farið gæta víða um heim. Í Svíþjóð ber sveitarfélögum skylda til undirbúa varnir gagnvart komandi hamförum. En það er afar misjafnt hve vel það gengur. Kári Gy

Birt

11. okt. 2021

Aðgengilegt til

12. okt. 2022
Spegillinn

Spegillinn

Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.