Spegillinn

Spegillinn 13. september 2021

Spegillinn 13. September

Umsjón: Kristján Sigurjónsson

Tæknimaður: Mark Eldred

Allir sakborningarnir fjórir í Rauðagerðismálinu báru vitni með aðstoð túlks í Héraðsdómi í dag. Einn játar sök, en þrír neita. Fjögurra daga réttarhöld í málinu hófust í morgun.

Bóluefni sem í boði eru gegn kórónuveirunni duga gegn alvarlegum veikindum af völdum hennar. Því er ekki þörf á viðbótarskammti, segir í grein sem birt er í læknatímaritinu Lancet.

Framsóknarflokkurinn hefur ekki mælst með meira fylgi síðan í janúar árið 2015 samkvæmt nýjum Þjóðarpúlsi Gallup. Ríkisstjórnin heldur velli með naumindum.

rannsókn sýnir 80% fatlaðs fólks eiga erfitt með endum saman og jafnhátt hlutfall þeirra þarf neita sér um heilbrigðisþjónustu vegna kostnaðar. Staða einstæðra fatlaðra foreldra er enn verri.

Starfsmaður forsetaembættisins sem gerðist sekur um kynferðislega áreitni í starfsmannaferð í París fyrir tveimur árum hefur látið af störfum.

Kvika hefur verið áberandi bæði í hrauninu við Fagradalsfjall í dag og i stóra gígnum. Sérfræðingur hjá Veðurstofunni, segir um klukkan 15:45 hafi aftur byrjað púlsavirkni eins og sást í apríl og maí. Þetta hafi ekki sést í nokkra mánuði.

Hundruðum flugferða hefur verið aflýst í Kína og tugþúsundum íbúa stórborgarinnar Shanghai hefur verið komið í öruggt skjól vegna fellibylsins Chanthu sem nálgast hana.

Sauðfjárbóndi segir það skjóta skökku við fárast yfir sauðfé fari milli Almenninga og Þórsmerkur, þar sem það var Skógræktin sem fjarlægði girðinguna sem afmarkaði Þórsmörk. Bændum heimilt beita á Almenningum samkvæmt úrskurði yfirítölunefndar.

Heimsmarkaðsverð á tonni af áli fór í dag í þrjú þúsund dollara. Það hefur ekki verið hærra síðastliðin þrettán ár.

Lengri umfjöllun:

Er einhver eiginlegur kjördagur eftir? Þannig spyrja frændur okkar Norðmenn sig. Hefðbundinn kjördagur er í dag en í raun voru kjörstaðir opnaðir 10. ágúst og fólk hefur keppst við kjósa allan kjörmánuðinn. Áhuginn er meiri en áður og Norðmenn takast á um umhverfi og olíu, byggðastefnu eða bíllausar borgir, og um hvort hlé verði á valdatíð Ernu Solberg forsætisráðherra eftir átta ára setu. Gísli Kristjánsson segir frá andrúmsloftinu í Noregi á kjördegi og veltir fyrir sér hvers vegna yfir 40% Norðmanna kjósa kjósa utan kjörfundar.

Þingkosningar hér á landi eru eftir tólf daga, laugardaginn 25. september. Kosningabaráttan er komin vel í gang, umræðuþættir í útvarpi og sjónvarpi, greinaskrif í blöð og flokkarnir láta vel til sín taka á samfélagsmiðlum. Í spegilinum í dag

Birt

13. sept. 2021

Aðgengilegt til

12. des. 2021
Spegillinn

Spegillinn

Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.