Spegillinn

Þrír í öndunarvél

29 sjúklingar með covid eru á Landspítalanum. Ekki hafa fleiri verið inniliggjandi í einu frá því í þriðju bylgju faraldursins. Þrír eru í öndunarvél. Yfirlæknir segir álagið aukist hratt.

Erfitt er ráða í stöður lækna og hjúkrunarfræðinga í símaveri covid-göngudeildar. Sumir starfsmanna vinna til ellefu eða tólf á kvöldin.

Forseti ASÍ óttast langtímaatvinnuleysi. Í júlí höfðu um 5.400 verði án vinnu lengur en í 12 mánuði. Hún segir mikilvægt finna þetta fólk og koma því í virkni.

Smitrakningarteymi almannavarna vinnur hörðum höndum því rekja hvert einasta smit á sama hátt og gert hefur verið í fyrri bylgjum. Sjálfboðaliðar frá Rauða krossinum aðstoða við rakninguna.

Talibanar hafa sölsað undir sig níu héraðshöfuðborgir í Afganistan. Stríðsherra í norðurhluta landsins hótar ganga milli bols og höfuðs á talibönum eftir fund með forseta landsins.

Hátt í sjötíu hafa farist í miklum skógareldum í Túnis. Forseti landsins hefur lýst yfir þriggja daga þjóðarsorg en grunur leikur á eldarnir hafi kviknað af mannavöldum.

Forseti Alþýðusambands Íslands fagnar því dregið hefur úr atvinnuleysi en óttast langtímaatvinnuleysi eins og gerðist eftir hrunið 2008. Verkefnið fram undan finna þetta fólk og koma því í virkni, nám eða störf sem henta. Arnar Páll Hauksson talar við Drífu Snædal.

Það er mjög margt óljóst um skólastarf í vetur. Skólastjórnendur bíða eftir nýrri reglugerð um skólahald á covidtímum. Skólastjóri Hvassaleitisskóla í Reykjavík segir mikil vinna framundan í næstu viku við skipuleggja skólastarfið. Hún gerir ráð fyrir reglurnar verði óljósari en síðasta skólavetur og hver og einn skólastjóri þurfi taka ákvarðanir út frá aðstæðum í sínum skóla. Ragnhildur Thorlacius ræddi við Dagnýju Kristinsdóttur skólastjóra Hvassaleitisskóla.

Birt

11. ágúst 2021

Aðgengilegt til

9. nóv. 2021
Spegillinn

Spegillinn

Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.