Sólon Islandus

Sólon Islandus

Þorsteinn Ö. Stephensen les skáldsöguna Sólon Íslandus eftir Davíð Stefánsson. Lestur Þorsteins var frumfluttur árið 1958.– Þetta er eina skáldsaga Davíðs og byggir á hinum sanna æviferli listamannsins og förumannsins Sölva Helgasonar (1820-95). Sölvi var kynlegur kvistur, truflaður á geði og haldinn mikilmennskuórum sem sjá af nöfnum þeim sem hann gaf sjálfum sér. En hann var hæfileikamaður, drátthagur með afbrigðum og ritfær. Gáfur hans fengu ekki njóta sín í samfélagi nítjándu aldar, raunar bæði vegna félagslegra aðstæðna og innri þverbresta. Sagan hefst þegar Sölvi er barn á Keldum í Sléttuhlíð í Skagafirði og rekur svo umbrotasaman feril hans allt til æviloka.