Söguþula sögð af einu fífli: Um William Faulkner

Söguþula sögð af einu fífli: Um William Faulkner

Í þáttunum verður fjallað um bandaríska rithöfundinn William Faulkner, sem var einn helsti skáldsagnahöfundur Bandaríkjanna á 20. öld. William Faulkner fæddist í Nýju Albaníu í Mississippi árið 1897. Fyrsta skáldsaga hans kom út árið 1926, og í lok þriðja áratugarins og á þeim fjórða, átti Faulkner blómaskeið sitt sem skáldsagnahöfundur. Á þeim árum sendi hann frá sér þau verk sem halda muni nafni hans á lofti um langa hríð, á meðal þeirra nefna The Sound and the Fury, As I Lay Dying, Light in August og Absolom, Absolom. Faulkner fékk Nóbelsverðlaun í bókmenntum árið 1949 en hann andaðist árið 1962. William Faulkner er í dag talinn með helstu skáldsagnahöfundum 20. aldar, og raunar einn af helstu höfundum Bandaríkjamanna, fyrr og síðar. Í þáttum Eiríks Guðmundssonar verður fjallað um feril Faulkners, líf hans og verk, rætt verður við fólk sem er handgengið skáldskap hans, og hlustendur sjálfsögðu heyra í Faulkner sjálfum.

Frá árinu 2008.

Umsjón: Eiríkur Guðmundsson