Sögur af landi

Clyne Castle. Verksmiðjan í Djúpuvík. Leikfangasöfnun.

Í þætti dagsins verður rætt við Ólafíu Herborg Jóhannsdóttur sem eignaðist bréfabunka ömmu sinnar þegar hún var ung og hefur árum saman grúskað í þeim og skrifað sögu hennar, Herborgarsögu. Þá hefur hún safnað heimildum um tilraunir afa síns, Valdórs Bóassonar, til togaranum Clyne Castle á flot, en togari strandaði í apríl árið 1919 á Bakkafjörum í Öræfum.

Auk þess verður rifjað upp viðtal Péturs Halldórssonar við Skúla Alexandersson, sem fæddist í Kjós í Reykjarfirði á Ströndum 1926. Skúli rifjar upp þegar síldarverksmiðjan reis í Djúpuvík og þegar hún var starfandi. Viðtalið var upphaflega flutt í þættinum Við sjávarsíðuna í desember 2011.

lokum heyrum við í Inga Hans Jónsson í Grundarfirði á Snæfellsnesi en hann er einn upphafsmanna Sögumiðstöðvarinnar þar í bæ, sem er allt í senn sögusafn, bókasafn, upplýsingamiðstöð og bíósalur. Ingi Hans segir frá þeim örlagadegi, þegar hann fann á fullorðinsárum draumabíl æsku sinnar á ferðalagi í Kanada. Það var fyrsta skrefið því hann hóf sanka sér leikföngum úr æsku sinni og endurbyggði hina sögufrægu Þórðarbúð í Grundarfirði.

Efni í þáttinn unnu Rúnar Snær Reynisson og Elsa María Guðlaugs Drífudóttir.

Umsjón: Gígja Hólmgeirdóttir

Birt

18. des. 2020

Aðgengilegt til

18. des. 2021
Sögur af landi

Sögur af landi

Landsbyggðin, höfuðborgin og allt þar á milli.