Skurðir í náttúru Íslands

Skurðir í náttúru Íslands

Það er töfrandi óreiða í náttúrunni. Hver steinn er á sínum stað. Undur hennar verða dýrmætari eftir því sem tímar líða. Í þessum þætti ræðir Tómas Ævar Ólafsson við vini og samstarfsmenn Guðmundar Páls Ólafssonar náttúrfræðings, doktors í sjávarlíffræði, kennara, rithöfunds, ljósmyndara og náttúruverndarsinna um líf hans og störf. Hugað er sérstaklega náttúruspeki hans og viðhorfum í náttúruvernd. En þar eru hugtök á borð við græna orku, blettafriðun og sjálfbærni gaumgæfð sérstaklega. Viðmælendur í þættinum eru Rúrí, María Ellingsen, Andri Snær Magnason, Jóhann Ísberg og Guðmundur Andri Thorsson.

Umsjón: Tómas Ævar Ólafsson.

Ljósmynd: Guðmundur Páll Ólafsson