Skáldkonan Renée Vivien

Skáldkonan Renée Vivien

Bresk-bandaríska skáldkonan Renée Vivien ruddi brautina með því skrifa hispurslaust og opinskátt um samkynja ástir, dulkynja kyngervi og róttækan femínisma á upphafsárum 20. aldar. Skáldaferill hennar var stuttur, ekki nema 8 ár enda lést hún langt fyrir aldur fram árið 1909, þá ekki nema 32 ára gömul. Þrátt fyrir það spannar höfundarverkið yfir 15 bindi af kvæðum, prósaljóðum, smásögum, skáldsögum og þýðingum. Það voru ljóðin sem vöktu aðaláðdáunina, komu henni á kortið og færðu henni titil eins óvenjulegasta höfundar seinni ára dekadent tímans. Frægðin entist þó ekki lengi, og er Vivien ein þeirra kvenna sem sagnaritarar skautuðu framhjá er bókmenntasagan var dregin til stafs. Þökk aukinni grósku meðal fræðafólks sem hefur endurskoðað söguna með gleraugum jafnréttis og hinseginmenningar, hefur áhuginn á Renée Vivien vaknað á á síðustu áratugum. Við skoðum líf og list skáldkonunnar með hjálp Nicole G. Albert, franskrar fræðikonu sem hefur stúderað lesbíska menningu frá tímum dekadansins og „fin du siécle" eða endalok 19. og upphaf 20. aldar. Hún er sérfræðingur í skrifum Vivien.

Umsjón: Anna Gyða Sigurgísladóttir.