Síðdegisútvarpið
Þau Andri Freyr Viðarsson, Guðrún Dís Emilsdóttir og Hrafnhildur Halldórsdóttir halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu á daginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.
Risafyrirtækið Heidelberg Material blés til íbúafundar í Þorlákshöfn í gær þar sem það kynnti áform sín um umsvif í bæjarfélaginu sem teljast á mjög stórum skala. Til stendur að moka í burtu Litla-Sandfelli í Þrengslum og flytja um Þorlákshöfn með flutningsskipum út til Evrópu og nota sem íblöndunarefni í sement.
Íbúar fjölmenntu á fundinn og spurðu forsvarsmenn fyrirtækisins spjörunum úr og nú hefur undirskriftalisti til mótmælar þessum áformum litið dagsins ljós og við heyrum í Ásu Berglind Hjálmarsdóttir sem búsett er í Þorlákshöfn og Ása Berglind er einnig fulltrúi H-lista í Ölfusi og hefur verið afar gagnrýnin á þessi áform.
Hugrún Halldórsdóttir fjölmiðlakona setti færslu á FB á dögunum sem bar yfirskriftina "Nú verða sagðar fréttir "
Í færslunni lýsir Hugrún 20 ára þrautargöngu í baráttunni við Mígreni sem hefur litað allt hennar líf þennan tíma. Hugrún tók þátt í mígreniserfðarannsókn á vegum Ólafs Árna Sveinssonar taugalæknis og Íslenskrar erfðagreiningar og fékk líftæknilyfið Erenumab (Aimovig). Og staðan er sú í dag að Hugrún virðist læknuð. Hún kemur til okkar í Síðdegisútvarpið í dag og segir frá ásamt Gyða Björnsdóttur sem fer fyrir rannsókninni hjá íslenskri erfðagreiningu.
Áfangaheimilið Dyngjan er fyrir konur, rekið af konum og hefur verið starfrækt frá 1988. Dyngjan hefur bjargað mörgum konum og börnum þeirra og gefið þeim annað tækifæri. Nú lítur út fyrir að það þurfi að loka henni um áramótin vegna fjárskorts, en í tilkynningu frá stjórn Dyngjunnar segir að um afar þungbæra ákvörðun sé að ræða. Seint í vor fékk stjórn ábendingar um misræmi í bókhaldi sem brugðist var við snarlega og við ítarlega skoðun vaknaði grunur um að fjármunum félagsins hafi verið ráðstafað í annað en rekstur heimilisins. Átakinu Björgum Dyngjunni hefur verið ýtt úr vör en Lára Ómarsdóttir kemur til okkar á eftir og segir okkur betur frá.
Í nýrri bók eftir rithöfundinn Elísabetu Jökulsdóttur Saknaðarilmur skrifar hún um þá reynslu sína sem fullorðin kona að missa móður sína. Í kjölfarið skríða áföllin upp úr gröfum sínum og veröldin fyllist saknaðarilmi segir í umfjöllun um bókina. Elísabet kemur til okkar í þáttinn í dag.
Menntaskóli Borgarfjarðar hlaut hvatningarverðlaun Íslensku menntaverðlaunanna 2022 fyrir framsækna endurskoðun á námskrá með það að leiðarljósi að búa nemendur sem best undir áskoranir í lífi og starfi. Í stuttu máli snýst þetta í rauninni um nýja nálgun á námið og um að undirbúa nemendur betur fyrir praktískta hluti í lífinu. Við ræðum á eftir við Braga Svavarsson, skólameis
Þau Andri Freyr Viðarsson, Guðrún Dís Emilsdóttir og Hrafnhildur Halldórsdóttir halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu á daginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.