Síðdegisútvarpið

18. mars

stendur yfir ráðstefna í Gdansk í Póllandi um fjölmiðlafrelsi í Evrópu með sérstakri áherslu á Rússland og Úkraínu. Sigríður Dögg Auðunsdóttir fréttamaður og formaður blaðamannafélags Íslands er stödd á ráðstefnunni og við heyrum í henni í þættinum.

Jói Fel bakari, listmálari og veitingahúsaeigandi lenti heldur betur í kröppum dansi fyrir nokkrum dögum þegar hann fann fyrir verk í handlegg sem endaði með því hann var sendur beint í hjartaþræðingu. Jói er allur braggast og meira segja það mikið hann kemur til okkar í þáttinn á eftir.

Sigga Kling ætlar stjórna hópkariokí á Bryggjunni í kvöld og við fáum vita meira um það á eftir.

Á morgun laugardag stendur Ferðafé­lag Íslands fyr­ir skemmti­legri göngu í til­efni af því eitt ár er liðið frá eld­gos­inu í Geld­inga­döl­um. Far­ar­stjór­ar eru Tóm­as Guðbjarts­son og Salome Hall­freðsdótt­ir. Þátt­taka er ókeyp­is og all­ir vel­komn­ir Tómas verður á línunni í þættinum

Og fleiri góðir gestir heiðra okkur með nærveru sinni og sem er um rætt heitir Herbert Guðmundsson. Hann er með glænýtt lag í farteskinu sem við fáum heyra í þættinum.

Hópur fólks ætlar koma saman í Ýdölum í kvöld og hverfa aftur til fortíðar á svokölluðu 80?s og 90?s nostalgíukvöldi. Guðni Bragason er á línunni.

Frumflutt

18. mars 2022

Aðgengilegt til

18. mars 2023
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Andri Freyr Viðarsson, Guðrún Dís Emilsdóttir og Hrafnhildur Halldórsdóttir halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu á daginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.