Síðdegisútvarpið

9.mars

klukkan fjögur afhentu fern samtök fatlaðs fólks utanríkisráðherra , áskorun vegna stríðsins í Úkraínu. Sagan geymir ótal dæmi þess í ófriði er fatlað fólk oftar en ekki skilið eftir. Það á ekki sömu möguleika til flýja, þau missa stuðningsfólk sitt og hjálpartæki og geta ekki nálgast nauðsynleg lyf. Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks tekur sérstaklega á ófriðarástandi, en þar segir aðildarríkin skulu gera allar nauðsynlegar ráðstafanir til þess tryggja fatlað fólk njóti verndar og öryggis þegar hættuástand ríkir, meðtöldum vopnuðum átökum. Margrét Lilja Arnheiðardóttir, starfandi formaður Sjálfsbjargar kemur til okkar.

Heimsmarkaðsverð á olíu fer hríðhækkandi og samkvæmt upplýsingum frá Félagi íslenskra bifreiðaeigenda og sér ekki fyrir endann á þessari þróun. Runólfur Ólafsson framkvæmdarstjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda kemur til okkar.

Krakkarnir í 7. og 8. bekk í Vopnafjarðarskóla unnu legokeppni á vegum háskóla Íslands núna í byrjun febrúar og eru á leiðinni til Álasunds keppa í Skandinavísku keppninni. Þau eru komin til Reykjavíkur og Ásdís Fjóla Víglundsdóttir, Aron Daði Thorbergsson og Kristín Jónsdóttir ætla koma við hér í Efstaleitinu og segja okkur frá þessu ævintýri.

Stór­fyr­ir­tæk­in Coca-Cola og PepsiCo hafa hætt starf­semi sinni í Rússlandi vegna inn­rás­ar Rússa í Úkraínu. Fyr­ir­tæk­in til­kynntu þetta í gær.

Smári McCarthy, fyrrverandi þingmaður Pírata stakk upp á því á dögunum þjóðir heims ættu klippa á innfluttning Rússa á tóbaki því það kæmi við kaunin á þeim. Þessi hugmynd Smára þótti nokkuð óvenjuleg. En er þetta ekki bara frábær hugmynd ?

Lífið er smám saman færast í eðlilegt horf eftir samkomutakmörkunum var aflétt. Dyr veitinga og skemmtistaða standa loksins galopnar og svo virðist sem faðmur einhleypra einnig opnast á ný. því tilefni hefur hraðstefnumótasena Íslands vaknað til lífsins og er stefnt á fyrsta hraðstefnumótakvöldið í langan tíma og það í þessum mánuði. Elín Jónína Bergljótardóttir heldur utan um kvöldið og segir okkur nánar frá því á eftir.

En við byrjum á endurkomu lambúshettunnar. Í sumar verður haldin tveggja daga prjónagleði á Blönduósi. venju er blásið til hönnunar og prjónasamkeppni. Í ár er verkefnið fólgið í því hanna og prjóna lambúshettu á fullorðinn. Svanhildur Pálsdóttir, viðburðar og markaðsstjóri Textílmiðstöðvar Íslands er á línunni.

Birt

9. mars 2022

Aðgengilegt til

9. mars 2023
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Andri Freyr Viðarsson, Guðrún Dís Emilsdóttir og Hrafnhildur Halldórsdóttir halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu á daginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.