Síðdegisútvarpið

8.mars

Undirbúningur fyrir komu flóttamanna er í fullum gangi þótt enn ekki vitað hversu margir munu á endanum koma til landsins. En hvernig er skipulaginu háttað það sem af er ? Við fáum til okkar Stefán Vagn Stef­áns­son, sem er formaður flótta­manna­nefnd­ar.

Loksins eftir tveggja ára bið og óvissu fær Ávastakörfuteymið frumsýna Ávaxtakörfuna þann 16.apríl næstkomandi. Eðlilega er mikil spenna innan hópsins sem Guðjón Davíð Karlsson leikstýrir þessu sinni.

Við fáum til okkar tvo ávexti það eru þau Eyþór Ingi söngvari og Birna Pétursdóttir leikkona.

Þrettánda Vetrarólympíumót fatlaðra stendur yfir Bejing í Kína á morgun. Yfir 650 keppendur frá 49 þjóðum og við íslendingar eigum þar einn fulltrúa Hilmar Snæ Örvarsson sem keppir í alpagreinum. Helga Margrét Höskuldsdóttir kemur til okkar og segir okkar það helsta

Í dag er alþjóðlegur baráttudagur kvenna og fyrr í dag var haldinn hádegisverðarfundur á Nordica sem bar yfirskriftina ER vinnumarkaðurinn vaknaður ? #metoo og lægri þröskuldur

Ein þeirra sem þar talaði í pallborði var Sóley Tómasdóttir kynja - og fjölbreytileikafræðingur og hún kemur til okkar og segir okkur frá því helsta sem í hennar erindi kom fram.

Golfarar á Íslandi safna nauðsynavörum fyrir Úkraínska hermenn. Hulda Bjarnadóttir forseti Golfsambands Íslands kemur til okkar og segir okkur frá þessu.

Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar samþykkti stuðsamning Ísafjarðarbæjar við tónlistarhátíðina Aldrei fór ég suður fyrir árin 2022-2024 á 491. fundi sínum þann 3. mars.

Samningurinn var undirritaður 4. mars, af þeim Birgi Gunnarssyni, bæjarstjóra, og Guðmundi M. Kristjánssyni, stjórnarformanni Aldrei fór ég suður. Viðstaddur undirritunina var Örn Elías Guðmundsson eða Mugison, rokkstjóri hátíðarinnar og hann er í símanum.

Örn var þetta falleg stund ?

Birt

8. mars 2022

Aðgengilegt til

8. mars 2023
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Andri Freyr Viðarsson, Guðrún Dís Emilsdóttir og Hrafnhildur Halldórsdóttir halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu á daginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.