Í síðustu viku varpaði næringarfræðingurinn Geir Gunnar Markússon fram hugmynd í þættinum Spegilmynd á stöð 2, að opna afeitrunarstöð fyrir konur sem háðar eru Pepsi Max. Geir Gunar kemur til okkar á eftir til að ræða hugmyndina frekar og viðbrögðin sem hann hefur fengið við þessari henni síðan hann kom með hana fram í dagsljósið.
Veðurofsinn síðastliðinn sólahringinn fór misilla með fólk og eigur þeirra. Gróðurhús garðyrkjubóndans Hólfríðar Geirsdóttur eiganda Jarðaberjalands í Reykholti í Báskógarbyggð eru í rúst. Hólmfríður var nýlega búin að stilla upp í heilsársræktun sem lítið verður úr. Undir venjulegum kringumstæðum er Hólmfríður að senda frá sér 400 - 1500kg af jarðaberjum á viku. Í ár mun hún ekki senda frá sér eitt ber og mun það vera þannig fram á mitt næsta ár amk. Við heyrum í Hólmfríði í þættium í dag.
Dagurinn í dag 22022022 - er einstaklega vel til þess fallinn að gera eitthvað sérstakt eins og t.d að gifta sig - og það eru einhverjir sem drifu einmitt í því. Við ætlum að heyra í Sr. Örnu Ýr sem er prestur í Grafarvogskirkju en þar hefur verið opið hús frá því í morgun til slíkra athafna
Það varð rafmagnslaust í Vestmannaeyjum í morgun og keyrt á varafli fram á daginn sem gerði það að verkum að stytta þurfti skóladaginn hjá nemendum leik - og grunnskóla auk þess sem ýmis starfsemi bæjarins varð skert. Við hringjum til Vestmannaeyja og heyrum í Írisi Róbertsdóttur bæjarstjóra.
Og það er ekkert lát á covid sýkingum og austurland er þar engin undantekning. Á sunnudag voru tekin 240 einkennasýni og greindust 117 með covid í þeim landshluta. Smitin eru um allt Austurland. Lengi var nýgengi meira niðri á fjörðum en nú er mikil aukning í smitum á Héraði. Í gær vantaði 1/4 af nemendum Egilsstaðaskóla og um 20 starfsmenn af 85.
En hvernig er staðan í dag ? Björn Ingimarsson sveitarstastjóri Múlaþings verður á línunni.
En við byrjum á veðurofsanum sl. sólahring en skemmdir eru smám saman að koma í ljós. Snemma í morgun bárust af því fréttir að íþróttahöllin í Hveragerði - Hamarshöllin væri fokin út í veður og vind og það hljóta að vera afar slæm tíðindi fyrir íþróttastarfið í bænum. Þórhallur Einisson er formaður Hamars og er á línunni.