Síðdegisútvarpið

15.febrúar

Enn magnast spennan á landamærum Rússlands og Úkraínu.

Rússnesk stjórnvöld greindu í gær frá því senn lyki heræfingum nærri landamærum Úkraínu. Bandaríkjamenn fullyrða Vladímír Pútín Rússlandsforseti eigi enn eftir taka lokaákvörðun um innrás. Í dag greinir AFP fréttastofan svo frá því hluti herliðs Rússa við landamæri Úkraínu verði færður til baka í bækistöðvar sínar. Dmytro Kuleba, utanríkisráðherra Úkraínu, segist trúa brottflutningum Rússa þegar hann sér þá. Albert Jónsson fyrrum sendiherra í Rússlandi og sérfræðingur í utanríkis og alþjóðamálum ætlar fara í saumana á þessari deilu hér á eftir.

Brynhildur Björnsdóttir fjölmiðlakona og söngkona verður með áhugaverðan fyrirlestur tengdur hugmyndum um ástina núna á morgun á Bókasafni Kópavogs í viðburðaröðinni Menning á miðvikudögum. Hverjar eru hugmyndir okkar um ástina? Og er ástin kannski bara hugmynd? Hvernig hefur hugmyndin um rómantíska ást áhrif á líf okkar? Er ástin orðin afsprengi markaðarins? Og ef svo er, hvað er þá verið reyna selja okkur? Þessu er Brynhildur velta fyrir sér, hún kemur til okkar á eftir.

Jafnréttisdagar háskólanna hófust í gær. Slaufunarmenning, stafrænt ofbeldi, stéttskipting í íslensku ljósi, viðhorfsbreytingar tengdar #metoo, frjósemisréttindi fatlaðra kvenna, valdójafnvægi innan íþrótta, textíll og hringrásarkerfi sem jafnréttismál, ljósmyndasýning tengd mannúðarstörfum kvenna og staða jafnréttismála innan háskóla landsins er meðal þeirra fjölbreyttu umfjöllunarefna sem í boði verða á Jafnréttisdögum háskólanna á Ísland. Ein þeirra sem flytur erindi á jafnréttisdögum er Eyja Margrét Brynjarsdóttir, prófessor í heimspeki við HÍ. Hún lítur við hjá okkur á eftir.

Í fréttarskýringarþættinum Kveik í kvöld verður fjallað um ofskynjunarefni. Sterkar vísbendingar eru um gagnsemi ofskynjunarefna á borð við psilocybin, sem er virka efnið í ofskynjunarsveppum, í meðferð við geðsjúkdómum. Margir Íslendingar sem glíma við geðsjúkdóma, s.s. þunglyndi hafa undanfarið prófað taka örskammta af ofskynjunarsveppum til bæta heilsuna. Sigríður Dögg Auðunsdóttir segir okkur nánar frá efni þáttarins.

Grágæsagassinn Stefnir lagði í hann sl. fimmtudag á undan áætlun, sennilega búinn nóg af löngum vetri og lagði af stað yfir hafið og stefndi á Skotland. Fyrst í stað var hann fljúga í hægri vestanátt en á leiðinni snerist vindur smátt og smátt til suðurs. Hann náði svo norðurströnd Skotlands um 48 tímum eftir hann lagði af stað og síðast spurðist til hans nærri norðaustur horni Skotlands, á Katanesi (Caithn

Birt

15. feb. 2022

Aðgengilegt til

15. feb. 2023
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Andri Freyr Viðarsson, Guðrún Dís Emilsdóttir og Hrafnhildur Halldórsdóttir halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu á daginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.