Síðdegisútvarpið

14.febrúar

Vegirnir um Kjalarnes, Hellisheiði, Þrengsli og Mosfellsheiði eru lokaðir vegna veðurs og eru á óvissustigi til klukkan 08 í fyrramálið 15. Febrúar. Athugað verður með opnun á Kjalarnesi um miðnætti. Við heyrum í G. Pétri Matthíassyni upplýsingafulltrúa Vegagerðarinnar í þættinum.

Hjalti Jóhannes Guðmundsson skrifstofustjóri skrifstofu reksturs og umhirðu borgarlandsins ræðir við okkur um snjómokstur.

Í mai árið 2020 voru fluttar fréttir af því tökur væru hafnar á spennuþáttunum Verbúðinni, tekið yrði upp á höfuðborgarsvæðinu og vestur á fjörðum. Verbúðin yrði sjónvarpsþáttaröð í átta hlutum og yrði sýnd á RÚV. Síðan eru liðin tæp tvö ár og lokaþáttur Verbúðarinnar var síðan sýndur í gærkvöldi. Þættirnir hafa notið mikillar hylli og þykja sýna raunsanna mynd af tíðarandanum á níunda áratug síðustu aldar. En hvernig er hægt gera kvótakerfið spennandi.

Ólafur Þ Harðarson stjórnmálafræðiprófessor ætlar tala við okkur um Verbúðina, kvótakerfið og framsal fiskveiðiheimilda á mannamáli.

Valentíusardagurinn eða dagur elskenda er í dag. Við ætlum aðeins rýna í sögu dagsins með Kristínu Einarsdóttur þjóðfræðingi.

Helga Margrét Höskuldsdóttir kemur til okkar og fjallar um ólympíuleikana.

Gríðarleg aðsókn er á fjárhundanámskeið sem Endurmenntun LbhÍ stendur fyrir í mars í samstarfi við Smalahundafélag Íslands og Bændasamtök Íslands. Seldust þrjú námskeið upp á þremur sólarhringum og komnir biðlistar á þau öll. Námskeiðin eru haldin hjá LbhÍ á Mið-Fossum í Borgarfirði og er hinn reynslumikli Andy Carnegie frá Skotlandi leiðbeinandi. Jens Þór Sigurðsson veit allt um málið.

Mikið skíðagönguæði hefur heltekið landann síðustu misseri og ekki skemmir fyrir þegar snjórinn fellur af himni ofan dag eftir dag. Í gær var opnuð skíðagöngubraut í Heiðmörk og víðs vegar um land er skíðað á golfvöllum og þar til gerðum brautum. Halla Haraldsdóttir er formaður skíðagöngufélagsins Ullar.

Frumflutt

14. feb. 2022

Aðgengilegt til

14. feb. 2023
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Andri Freyr Viðarsson, Guðrún Dís Emilsdóttir og Hrafnhildur Halldórsdóttir halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu á daginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.