Síðdegisútvarpið

11.febrúar

Frá því hreinsistöð fráveitu var tekin í notkun á Akureyri fyrir rúmu ári síðan hafa um 20 tonn af rusli verið síuð úr frárennslinu sem annars hefðu lent í sjónum. Í tíufréttum í vikunni birtust myndir af hluta þess sem endað hefur í klósettum á Akureyri. Hilda Jana bæjarfulltrúi á Akureyri verður á línunni.

Í dag er 1 1 2 dagurinn.

Neyðarlínan starfrækir neyðarsímsvörun fyrir allt landið og hefur gert frá árinu 1995, þegar það varð einu sameiginlegu númeri landsmanna fyrir hvers kyns neyð. Neyðarverðir eru, eins og gefur skilja, við símann allan sólarhringinn, allt árið um kring og eru tengiliður við alla helstu viðbragðsaðila, þ.á.m. björgunarsveitir, lögreglu, landhelgisgæslu, vaktstöð siglinga, slökkvilið, heilsugæslu, sjúkraflutninga og barnavernd ásamt fleirum.

Vilhjálmur Halldórsson neyðarvörður kemur til okkar og gefur okkur innsýn inn í starf sitt.

Síðasti þáttur Verðbúðarinnar verður sýndur á RÚV næstkomandi sunnudagskvöld. Mikil ánægja er með þættina og er óhætt segja fáir þættir í íslensku sjónvarpi hafi fengið meira hól. Eins og flestir vita er sögusvið þáttanna vestfirðir á níunda áratug síðustu aldar. Þættirnir þykja fanga tíðarandann og stemninguna á þessum árum einstaklega vel og leikmunir og sviðsmyndin öll þykir til fyrirmyndar. Við drögum lykilfólk þáttana fram í dagsljósið, en þau eru öllu jöfnu geymd á bak við tjöldin. Það eru Haukur Valdimar Pálsson sem er leikmunameistari og Melkorka Embla Hjartardóttir sem sér um leikmuni á setti í þáttunum sem koma til okkar á eftir.

fyrir hádegið fengu skemmtistaðaeigendur heldur betur góðar fréttir þar sem skemmtistaðir mega vera opnir til klukkan 1 eftir miðnæti eftir sóttvarnarreglur hafa verið rýmkaðar. Róðurinn hefur verið þungur hjá þeim sem hafa reynt halda úti slíkri starfssemi undanfarið og ein þeirra sem hefur fundið rækilega fyrir því á eigin skinni er Birgitta Líf Björnsdóttir eigandi Bankastrætis Club. Við heyrum í henni, ræðum þessi nýjustu tíðindi, spyrjum út í helgina og framtíðina.

Kristjana Arnarsdóttir spyrill í Gettu betur lenti í martröð þáttarstjórnandans í síðustu viku þegar hún féll í yfirlið í beinni útsendingu. Gert var hlé á þættinum í stutta stund og úr varð Sævar Helgi Bragason kláraði þáttinn í hennar stað. Þrátt fyrir Kristjana á fullu undirbúa þátt kvöldsins er hún mætt hingað til okkar í stutt spjall.

Frumflutt

11. feb. 2022

Aðgengilegt til

11. feb. 2023
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Andri Freyr Viðarsson, Guðrún Dís Emilsdóttir og Hrafnhildur Halldórsdóttir halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu á daginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.