Síðdegisútvarpið

9.febrúar

Í gær kom hingað Ingunn Ólafsdóttir lögfræðingur og mannauðsstjóri en hún hafði skrifað grein í fréttablaðið þar sem hún fór yfir ástandið á vinnumarkaði en þar kemur fram í nóvember 2021 hafi hátt í 600 háskólamenntaðir einstakingar 50 ára eða eldri verið á atvinnuleysisskrá á Íslandi. Kennitalan virðist skipta miklu máli því þrátt fyrir góða menntun og víðtæka reynslu eru möguleikarnir meiri eftir því sem fólk er yngra. Við ætlum fylgja þessu máli eftir í dag og ræða við Friðrik Jónsson sem er formaður Bandalags Háskólamanna.

?Þú þarft vera hvítur til vera gay á Íslandi? er yfirskrift fyrirlestrar sem fluttur verður í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafns Íslands í hádeginu á morgun. Þar verður farið yfir upplifun samkynhneigðra karla af asískum uppruna af stöðu sinni sem hluti af tveimur jaðarhópum. Hjörvar Gunnarsson flytur fyrirlesturinn sem er í fyrirlestrarröðinni Hinsegin Ísland. Við heyrum í Hjörvari hér á eftir.

Við almennt umferðareftirlit Lögreglunnar á Vesturlandi síðasta föstudagskvöld var ökumaður bifreiðar stöðvaður við Hvalfjarðargöng. Við það kom í ljós hann var ekki með gild ökuréttindi og við nánari eftirgrennslan ökumaðurinn hafði verið sviptur ökuleyfi um síðustu aldamót en aldrei verið stöðvaður af lögreglu þau rúmlega 20 ár sem síðan eru liðin. Hvernig er þessum málum háttað hjá lögreglunni - Árni Friðleifsson, aðalvarðstjóri umferðardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir okkur allt um það.

Kolaporstmessurnar fagna tuttugu ára afmæli en þær hafa verið vettvangur vináttu og gleði. Á sunnudaginn verður ein slík og ekki nóg með það heldur verður í beinu framhaldi af messunum boðið upp á BROS-BINGÓ þar sem fólki gefst kostur á leika sér saman og auka íslenska orðaforðann í leiðinni. Bjarni Karlsson prestur segir okkur allt um þetta.

Við ætlum líka fjalla aðeins um Olympiuleikana en Helga Margrét Höskuldsdóttir kemur til okkar í dag og segir okkur frá japanski skíðakonu sem keppti í skíðastökki, stökk langt en var svo dæmd úr leik af því gallinn hennar var of víður um lærin.

Vinsældir hlaðvarpa fara ört vaxandi og eru þau af öllum stærðum og gerðum. auglýsir ruv eftir hugmyndum hlaðvörpum og við ræðum við Önnu Marsibil Clausen sem er ritstjóri hlaðvarpa ruv.

Birt

9. feb. 2022

Aðgengilegt til

9. feb. 2023
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Andri Freyr Viðarsson, Guðrún Dís Emilsdóttir og Hrafnhildur Halldórsdóttir halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu á daginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.