Síðdegisútvarpið

8.febrúar

Varðskipið Freyja er á leiðinni til Vestfjarða þar sem það verður viðbragðsaðilum til hanlds og trausts en vegir eru þar víða lokaðir og hættustig vegna snjóflóðahættu er í gildi vegna Ísafirði og Patreksfirði. Við heyrum í Einari Valssyni skipherra á Freyju.

Í fréttablaðinu í dag birtist grein eftir Ingunni Ólafsdóttur lögfræðing og mannauðsstjóra þar sem hún fer yfir ástandið á vinnumarkaði en þar kemur fram í nóvember 2021 hafi hátt í 600 háskólamenntaðir einstakingar 50 ára eða eldri verið á atvinnuleysisskrá á Íslandi. Kennitalan virðist skipta miklu máli því þrátt fyrir góða menntun og víðtæka reynslu eru möguleikarnir meiri eftir því sem fólk er yngra. Ingunn kemur til okkar á eftir og segir okkur frá.

Það hefur mikið snjóað á landinu öllu síðustu daga og í Reykjavík hefur fjöldi snjómoksturstækja verið notaður við ryðja götur borgarinnar. Það er mikill snjór víða og erfitt hefur reynst hreinsa sumar húsagötur því bílar eru fastir á víð og dreif en stofnbrautir eru vel færar. Hvert er umfang svona hreinsunaraðgerða, hvernig er þetta skipulagt og hvað kosta svona snjóþungir dagar ?

Hjalti Jóhannes Guðmundsson skrifstofustjóri skrifstofu reksturs og umhirðu borgarlandsins

Sturla Snær Snorrason keppandi í aplagreinum á Vetrarólympíuleikunum í Beijing greindist með Covid 19 á dögunum. Hann er einn fimm keppenda Íslands á leikunum og á keppa í stórsvigi 13.febrúar og svigi 16.febrúar. Við hringjum í hann og spyrjum út í líðan hans og aðstæður í einangrun í Kína.

Brim og snjór skullu á ströndinni á Stokkseyri og Eyrarbakka síðastliðna nótt. Við hringjum í Gísla Halldór Halldórsson bæjarstjóra Árborgar.

En við byrjum á hundakórónuveirunni. Matvælastofnun hafa borist upplýsingar frá Tilraunastöð Keldum og Dýralæknamiðstöðinni í Grafarholti um niðurstöður rannsókna á sýnum sem tekin hafa verið á undanförnum vikum úr hundum með öndunarfæraeinkenni. Í stórum hluta þeirra hafa greinst (PCR) kórónaveirur sem valda sýkingum í öndunarfærum hunda. Á línunni er Diljá Jóhannsdóttir dýralæknir.

Birt

8. feb. 2022

Aðgengilegt til

8. feb. 2023
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Andri Freyr Viðarsson, Guðrún Dís Emilsdóttir og Hrafnhildur Halldórsdóttir halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu á daginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.