Síðdegisútvarpið

3. febrúar

Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir er nýja þingkonan með langa nafnið en hún hóf störf á Alþingi í haust fyrir Pírata. Arndís Anna er fertug í dag og við hringjum í hana til óska henni til hamingju og til heyra líka hvernig þingstörfin leggjast í hana.

Við ræðum í dag við Jóhann Þórsson sem hefur sent frá sér sína fyrstu skáldsögu sem er spennuhrollurinn Whitesands. Það sem er merkilegt er bókin kemur fyrst út í Bandaríkjunum en Jóhann starfar dagsdaglega sem markaðsstjóri.

standa yfir Atvinnudagar í Háskóla Íslands en þar er lögð áhersla á stefnumót við reynslubolta úr atvinnulífinu. Þær Elsíabet Sveinsdóttir markaðsstjóri Vísindagarða og Jóhanna Kárdal frá Tengslatorgi koma og segja okkur frá.

Við heyrðum í Arnari Björnssyni fréttamanni sem stendur vaktina í námunda við þar sem þyrlur Landhelgisgæslunnar eru leita lítilli flugvél.

Nýtt ár er upprunnið í Kína og Vetrarólympíuleikar verða settir í Peking á morgun. Margir velta fyrir sér stöðu mála í þessu stærsta ríki heims og hvernig mál hafi þróast frá því Kína hélt Ólympíuleika árið 2008. Snæfríður Grímsdóttir er sérfræðingur í málefnum Kína og aðjúnkt hjá Háskóla Íslands og kemur til okkar til ræða málið

Birt

3. feb. 2022

Aðgengilegt til

3. feb. 2023
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Andri Freyr Viðarsson, Guðrún Dís Emilsdóttir og Hrafnhildur Halldórsdóttir halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu á daginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.