Síðdegisútvarpið

1.febrúar

Aðgerðaáætlun gegn ofbeldi verður lögð fram í borgarstjórn Reykjavíkur í dag. Um er ræða 55 aðgerðir sem er ætlað veita yfirsýn yfir verkefni borgarinnar sem beinast gegn ofbeldi, listinn er þó ekki tæmandi og er hann einnig hugsaður sem vegvísir. Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður ofbeldisvarnarnefndar ræðir við okkur um þetta í þættinum.

Margir hafa fengið í kokið vegna covid og enn fleiri fengið upp í kok á umræðunni, en þetta er samt sem áður partur af raunveruleikanu. Mörg okkar hafa glímt við veiruna og enn fleiri þekkja til einhverra sem hafa verið í þeim sporum. Fólk sleppur misvel frá þessu, sumir finna ekkert, aðrir steinliggja og svo eru það verstu tilfellin þar sem ástvinir falla í valinn. Erna Kettler innkaupastjóri missti lyktar og bragðskyn og einnig hefur blóðþrýstingurinn rokið upp. Þannig hefur það verið í meira en sex vikur. Erna kemur til okkar á eftir og reynir útskýra það fyrir okkur hvernig það er vera með ekkert bragð eða lyktarskyn.

Samkvæmt nýjum pistli í Stundinni fór flugufregn um heiminn á dögunum höfundar nýrrar bókar og rannsóknarhópur baki bókinni, hefði komist því hvaða illmenni sveik Önnu Frank og fjölskyldu hennar í hendur þýskra nasista 1944 og endaði með því nær fjölskyldan var drepin í útrýmingarbúðum. En málið hefur tekið nýja stefnu - við heyrum í Illuga Jökulssyni blaðamanni og rithöfundi sem veit allt um Önnu, bókina og nýjustu staðreyndir.

Flugfélagið Play sendi frá sér tilkynningu í morgun félagið myndi hefja farþegaflug til New York í júní. Og það á vera ódýrt og það sem meira er Play virðist vera eina flugfélagið sem mun fljúga til New York Stewart flugvallar sem er í 75 mínútna fjarlægt frá Times Square á Manhattan. Birgir Jónsson forstjóri Play kemur til okkar á eftir.

En við byrjum á yngsta ritsjóra landsins þorum við amk fullyrða. Honum Auðunni Sölva Hugasyni sem ritstýrir sínum eigin fréttavef sem heitir Skólafréttir. Auðunn er 10 ára og leitar hann af starfsmanni á miðilinn. Hann er auglýsa eftir fréttaritara.

Birt

1. feb. 2022

Aðgengilegt til

1. feb. 2023
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Andri Freyr Viðarsson, Guðrún Dís Emilsdóttir og Hrafnhildur Halldórsdóttir halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu á daginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.