Síðdegisútvarpið

31. janúar

Súðavíkurhlíð var lokað í gær vegna snjóflóðahættu og var opnuð fjöldahjálparstöð til taka á móti þeim sem ekki komust leiðar sinnar til Ísafjarðar. Vegurinn hefur verið opnaður á en þetta er eitthvað sem íbúar þekkja vel geti gerst og gerist reglulega þar á bæ. Við heyrum í Braga Þór Thoroddsen, sveitarstjóra í Súðavíkurhreppi um málið.

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir, upplýsinga- og samskiptafulltrúi hjá Íslenskri Erfðagreiningu, hefur tilkynnt hún hyggst bjóða sig fram til formanns SÁÁ. Hún segir í yfirlýsingu í dag vegna fjölda áskorana frá fjölmörgum félögum innan samtakanna hafi hún tekið þessa ákvörðun og geri það í trausti þess stuðning til hrinda í framkvæmd tímabærum breytingum á starfsemi samtakanna í ljósi síðustu atburða. Þóra kemur til okkar á eftir og segir okkur frá sér og þeim áherslum sem hún vill fram sem nýr formaður SÁÁ.

Smáforrit til stuðla hamingjuríkara heimilislífi barna sem eiga tvö heimili og teiknimyndagerð um þjóðsögur Íslendinga eru dæmi um hugmyndir nýsköpun sem keppir um hreppa Gulleggið 2022. Gulleggið er stærsta og elsta frumkvöðlakeppni Íslands og er á lokametrunum. Við fáum til okkar Ásu Maríu Þórhallsdóttur, verkefnastjóra Gulleggsins og Frey Friðfinnsson, alþjóðafulltrúa verkefnisins til segja okkur betur frá.

Við rákum augun í samantekt á Kjarnanum í dag þar sem sagt var frá því fjárfestar búi sig undir það seðlabankar víða um heim muni líklega hækka stýrivexti sína á næstu vikum. Seðla­banki Banda­ríkj­anna muni hækka vexti á næstu mán­uð­um, Eng­lands­banki hafi varað við því verðbólga gæti náð hámarki í apríl og for­stjóri norska olíu­sjóðs­ins, hafi varað við stormasömum tímum á verðbréfamörkuðum. Er þetta eitthvað sem við þurfum spá í? Við fáum til okkar Andreu Sigurðardóttur viðskiptafræðing hjá Viðskiptablaðinu.

En við byrjum á fjar- hlaupanámskeiði sem SÍBS stendur fyrir á næstunni en yfirskriftin þar er: Úr sófanum í geta hlaupið í 30 mínútur. Gunnhildur Sveinsdóttir verkefnastjóri hjá SÍBS verður á línunni eftir smá stund.

Birt

31. jan. 2022

Aðgengilegt til

31. jan. 2023
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Andri Freyr Viðarsson, Guðrún Dís Emilsdóttir og Hrafnhildur Halldórsdóttir halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu á daginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.