Síðdegisútvarpið

28. janúar

Í dag, þegar slétt tvö ár eru liðin frá því óvissustig almannavarna var setta á í fyrsta sinn vegna covid-faraldursins, tilkynntu ráðherrar afléttingaáætlun sem stefnir því aflétta öllum takmörkunum um miðjan mars. þessum tveimur árum liðnum er erfitt trúa því endir faraldursins í augnsýn enda eru flest orðin nokkuð sjóuð í sóttvarnaaðgerðum og sættast við nýjar og nýjar bylgjur og afbrigði veirunnar. Sjáum við fyrir endann á þessu fyrir alvöru? Við heyrum í Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra.

Alexander Aron Hannesson er yfirþjálfari Rafíþróttadeildar Keflavíkur og liðsstjóri e-fótbolta. Það segja það hrein tilviljun það skuli vera starf hans því hann var tilneyddur af vini sínum spila FIFA þar sem vinurinn hans nennti vala koma í heimsókn lengur þar sem Alexander var ekki nógu flinkur í leikjunum.

Flest erum við orðin meðvituð um nauðsyn þess taka inn D-vítamín á þessum dimmustu mánuðum ársins hér á norðurslóðum. Það sem fólk hefur kannski ekki verið jafn duglegt við er G-vítamínið. Geðhjálp býður upp á 30 skammta af G-vítamíni á þorranum, lítil og létt ráð sem ætlað er bæta geðheilsu. G-vítamínið er byggt á Geðorðunum 10 og 14 Lífsorðum Héðins Unnsteinssonar og Þórdísar Rúnarsdóttur. Héðinn kemur til okkar.

Árið 2014 fór Jón Grétar Jónasson, kvikmyndagerðarmaður, elta Hauk Hilmarsson, baráttumann fyrir hinum ýmsu mannréttindum og hugsjónum, með myndavél og taka upp efni og viðtöl. Tilgangurinn var búa til heimildamynd um líf og störf Hauks. Upptökurnar hættu þó skyndilega árið 2018 þegar Haukur hélt til Sýrlands berjast með Kúrdum en hann sneri aldrei aftur þaðan. Jón vill ljúka við gerð heimildamyndarinnar og hefur setta af stað Karolinafund söfnun til þess. Við heyrum í Jóni.

Birt

28. jan. 2022

Aðgengilegt til

28. jan. 2023
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Andri Freyr Viðarsson, Guðrún Dís Emilsdóttir og Hrafnhildur Halldórsdóttir halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu á daginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.