Síðdegisútvarpið

27.desember

Samkvæmt upplýsingum á vef Túrista þegar horft er til gistinótta útlendinga á hótelum þá var samdrátturinn á íslenska markaðnum mun minni í haust en til mynda í Noregi og Finnlandi. Er það eldgosið sem laðaði ferðamennina til Íslands þrátt fyrir erfiðaleika við ferðast á Covid tímum ? Við ræðum þetta og ferðalög almennt á þessum síðustu og verstu við Kristján Sigurjónsson ritstjóra Túrista.

Vefsíða sem heldur utan um dánartilkynningar og minningargreinar var kynnt til sögunnar fyrir nokkrum dögum og samkvæmt talsmanni síðunnar þá er síðan gjöf til þjóðar - við ræðum við Sirrý Arnardóttur um síðuna og tilurð hennar.

Við ætlum líka slá á þráðinn austur á Neskaupsstað en þar býr Snorri Halldórsson sem síðustu þrjú ár hefur hann verið þróa gæludýrafóður sem m.a. er búið til úr roði frá Síldarvinnslunni í Neskaupstað. Hann á og rekur fyrirtækið Tickled Pet og við heyrum meira af þessu ævintýri í þættinum.

Á sunnudaginn hefur göngu sína hér í sjónvarpinu á ruv þáttaröð sem ber heitið Hvunndagshetjur. Auglýst var eftir ábendingum um hvunndagshetjur og komu hundruð ábendinga í hús og Viktoría Hermannsdóttir sem er umsjónarmaður þáttanna verður á línunni hjá okkur.

Og svo sjáum við hvort ekki verði tími til opna símann í vali á manneskju ársins áður er þátturinn er á enda.

En við byrjum á Sparislaufunni sem sló öll met í sölu fyrir jólin en Hlín Reykdal skartgripahönnuður sem hannaði Bleiku slaufuna og spaverkefnið Bleiku slaufuna um 3, 6 milljónir króna. En hvert fara peningarnir ? í símanum er Halla Þorvaldsdóttir framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins

Birt

27. des. 2021

Aðgengilegt til

27. des. 2022
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Andri Freyr Viðarsson, Guðrún Dís Emilsdóttir og Hrafnhildur Halldórsdóttir halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu á daginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.