Síðdegisútvarpið
Þau Andri Freyr Viðarsson, Guðrún Dís Emilsdóttir og Hrafnhildur Halldórsdóttir halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu á daginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.
Í dag er von á flóttafólki frá Afganistan til landsins, rúmlega tuttugu manns sem ætlar að setjast að hér á landi og hljóta alþjóðlega vernd. Guðrún Brynjólfsdóttir er teymisstjóri málefna umsækjenda um alþjóðlega vernd og ætlar að segja okkur frá hvernig gengur.
Hér eftir augnablik munum við opna fyrir símann og taka við nokkrum af síðustu atkvæðunum í forvali á manneskju ársins árið 2021. Síminn er 56871232 og nú fer hver að verða síðastur áður en öll atkvæðin verða tekin saman og raðað upp í 10 nafna úrslit.
Með Verðbúðina á heilanum eru hlaðvarpsþættir sem hefja göngu sína strax að sýningu þáttanna Verðbúð líkur hverju sinni. Fyrsti þátturinn af Verðbúð verður sýndur annan í jólum og er eftirvæntingin mikil. Atli Már Steinarsson er umsjónamaður hlaðvarpsþáttanna og mun hann líta við hjá okkur á eftir.
Margrét Arnarsdóttir harmónikkuleikari hefur varla haldið jól á fullorðinsaldri án þess að vera um hvippinn og hvappinn með harmonikkuna í fanginu, spilandi fallega jólatóna fyrir fólk í hinum ýmsu jólaskemmtunum. Við fáum hana til okkar í spjall og spil en það er útlit fyrir að fólk verði að einhverju leiti að láta sér nægja að hlusta á harmónikkutóna Margrétar í gegnum hljómflutningsgræjur í skötuveislunum þetta árið.
Þeir feðgar Jóhann Ingi Guðjónsson og Guðjón Ingi Hauksson stefna nú að því að hjálpa fólki sem þjáist af þunglyndi og kvíða með því að þróa tölvuleik sem vinnur gegn þeim meinum. Jóhann hefur unnið mikið í kringum tölvuleiki en hann er menntaður viðskiptafræðingur, með meistaragráðu í markaðsfræðum og alþjóðaviðskiptum. Við heyrum í honum á eftir.
Þau Andri Freyr Viðarsson, Guðrún Dís Emilsdóttir og Hrafnhildur Halldórsdóttir halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu á daginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.