Síðdegisútvarpið

30. nóvember

Samkvæmt nýjum stjórnarsáttmála ætlar ríkisstjórnin styðja betur við kvikmyndagerð hér á landi á komandi kjörtímabili. Þar segir "alþjóðlega samkeppnishæft stuðningskerfi við framleiðslu kvikmynda- og sjónvarpsefnis verður eflt. Við ætlum styðja enn frekar við greinina með hærri endurgreiðslum á skýrt afmörkuðum þáttum". Hvað þýðir það og hvað þurfum við gera til verða samkeppnishæf við stærri lönd í kvikmyndagerð? Við fáum til okkar Kristinn Þórðarson, formann Sambands íslenskra kvikmyndaframleiðenda til ræða málin.

Um 2000 Íslendingar eru taldir hljóta heilaskaða árlega og þar af 5-10 manns alvarlegan framheilaskaða. Framheilaskaði getur haft mikil og alvarleg áhrif á lífsgæði fólks og þátttöku þess í samfélaginu. í Kveik kvöldsins mun Ingólfur Bjarni Sigfússon kafa ofan í þau mál. Hvernig samfélagið styður við þá sem hafa hlotið framheilaskaða og hvort þar þurfi skapa betri úrræði. Hann kemur til okkar og segir okkur frá þætti kvöldsins og leyfir okkur í leiðinni heyra brot úr viðtali þáttarins.

Ragnheiður Inga Matthíasdóttir eða Ragga RIx er sigurvegari Rímnaflæðis 2021. Ragga er 13 ára og keppti hún fyrir hönd félagsmiðstöðvarinnar Tróju á Akureyri. Ragga Rix sigraði með laginu Mætt til leiks og vakti textinn mikla athygli. Hér er brot úr honum:

Mér liggur soldið á hjarta en vil ekki vera kvarta.

Skólinn er fokking pirrandi, soldið eins og varta.

Krakkar með kvíða horfa á tímann líða.

Nokkrir með læti, hinir sitja og bíða.

Strákar tal?um typpið á sér og ríða.

Kennarinn ekkert segja, enginn nennir hlýða

Orðið svoldið skrítið hlusta á typpatal á repeat

Finnst það frekar creepy með snappið fullt af dp?s

Við heyrum í Ragnheiði Ingu Matthíasdóttur í þættinum.

Í dag er síðasti dagurinn til gera athuga­semdir við deiliskipu­lags­til­lög­u sem er í kynningu fyrir vesturbæ Hafnarfjarðar. Í henni er ein húsa­röð sem liggur upp við Reykja­vík­ur­veg skilin undan því telj­ast vernd­ar­svæði í byggð og þannig opnað á flutn­ing eða nið­ur­rif húsa sem standa þar standa, húsa sem sum hver eru mjög göm­ul og fimm þeirra eru byggð fyrir árið 1920. Ástæðan mun vera þörf á því breikka götuna seinna meir. Sæunn Inga Marínósdóttir íbúi í einu þessara húsa er ekki sátt við þessa framtíðarsýn bæjarins. Við ræðum við hana á eftir.

Ragga Nagli eins og hún er oftast kölluð hefur fengið nóg af hugtökum eins og komast í kjólinn fyrir jólin, mölva meðgöngumalla, brúðkaupsmegrun, árshátíðardetox, bikíníprógramm og fleira í þeim dúr. Hún var með ákall til þjóðarinnar á Faceboo

Birt

30. nóv. 2021

Aðgengilegt til

30. nóv. 2022
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Andri Freyr Viðarsson, Hafdís Helga Helgadóttir og Hrafnhildur Halldórsdóttir halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu á daginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.