Síðdegisútvarpið

29. nóvember

Ekki eru allir sáttir við niðurstöðu alþingis varðandi talningamálið í Norvesturkjördæmi. Magnús Davíð Norðdahl, oddviti Pírata í Norðvesturkjördæmi hyggst kæra framkvæmd kosninganna til Mannréttindadómstóls Evrópu og Stjórnarskrárfélagið hefur skorað á Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra segja af sér vegna framgöngu Alþingis gagnvart lýðræði í landinu, ef Mannréttindadómstóll Evrópu kemst þeirri niðurstöðu hún hafi með atkvæði sínu tekið þátt í gera Ísland brotlegt gegn rétti borgara landsins til frjálsra kosninga. Katrín Oddsdóttir er formaður félagsins og við heyrum í henni.

minnsta kosti tvö tryggingafyrirtæki hér á landi hafa tekið þátt í svokölluðum Cyber monday eða netmánudegi, tilboðsdegi sem hefur verið festa sig í sessi hér á landi. En hvað þýðir það og er þetta eitthvað sem raunverulega skilar sér í vasa neytenda eða bara góð leið til þess laða nýja viðskiptavini? Breki Karlsson formaður Neytendasamtakanna kemur til okkar í spjall um málið.

Líf Styrktarfélag kvennadeildar Landspítalans hefur þann tilgang bæta aðbúnað og þjónustu við konur og fjölskyldur þeirra á meðgöngu, í fæðingu og sængurlegu sem og kvenna sem þurfa umönnun vegna kvensjúkdóma. Félagið vinnur líknar- og mannúðarmálum í þágu fjölskyldna. Það er engin undanteking þar á hvað jólin varðar en þar verður boðið upp á jóladagatal og allur ágóði rennur til styrktar kvennadeildarinnar. þær koma hingað Kolbrún Björnsdótttir framkvæmdastjóri Lífs og Þórunn Hilda Jónasdóttir situr í stjórn styrktarfélagsins og segja okkur frá.

Um þessar mundir eru margir nemendur á unglingastigi í grunnskólum Reykjavíkur taka við nýju námstæki, Chromebook eða spjaldtölvu, sem þeir munu hafa til umráða í sínu námi. Þetta er liður í átaksverkefni undir yfirskriftinni Stafræn gróska, verkefni sem byggir á markmiðum í menntastefnu Reykjavíkur, Græna planinu svokallaða og stefnu um notkun upplýsingatækni í skóla- og frístundastarfi. Við heyrum meira um verkefnið frá þeim Þorbjörgu Þorsteinsdóttur og Bjarndísi Fjólu Jónsdóttur sem eru verkefnastjórar hjá Nýsköpunarsmiðju Menntamála á skrifstofu skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar

Bólusetningarbíllinn fór af stað í fyrsta skipti í lok síðustu viku. Okkur langar svolítið heyra hvernig verkefnið hefur farið af stað og hvernig gengur koma þessum örvunarskömmtum í handleggi landsmanna. Við heyrum í Ragnheiði Ósk Erlendsdóttur.

Birt

29. nóv. 2021

Aðgengilegt til

29. nóv. 2022
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Andri Freyr Viðarsson, Hafdís Helga Helgadóttir og Hrafnhildur Halldórsdóttir halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu á daginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.