Síðdegisútvarpið

10. nóvember

Þrátt fyrir metfjölda smita hér á landi frá upphafi faraldursins hafi verið náð í gær eru tölur dagsins í dag enn hærri. 178 smit greindust í gær og þar af var meira en helmingur smitaðra utan sóttkvíar. Þó staðan alvarleg er hún varla sambærileg því þegar við vorum óbólusett? Eða hvað? Hvernig er staðan á spítalanum og við hverjum megum við búast á næstu dögum? Við tölum við Kristjánsson yfirlækni á smitsjúkdómadeild Landspítalans og formann farsóttarnefndar spítalans.

Jóna Kristjana Hólmgeirsdóttir hefur starfað við umönnun eldra fólks með hléum í sjö ár. Henni líkar vel við starfið en hún segir frá því á Twitter hún sjái sig knúna til hætta störfum þrátt fyrir það. Á þeim kjörum sem hún nýtur engin leið safna sér fyrir íbúð nema hún taki sér kvöld og næturvaktir sem hún hefur hvorki löngun heilsu til. Jóna kíkir til okkar, segir frá starfinu í umönnun eldri borgara og þessari erfiðu en óumflýjanlegu ákvörðun.

Mikið hefur verið rætt um það hvernig samfélagið getur aðlagast covid-ástandinu til lengri tíma. Ekki eru allir í ríkisstjórninni sammála um sóttvarnaaðgerðir og sagði Áslaug Arna, dómsmálaráðherra, í síðustu viku ?Það er kominn tími til við sláum nýjan takt í þetta, lifum hér eðlilegu lífi og stöndum við það sem við lofum; lifa með veirunni en ekki takmörkunum.? En hvað þýðir það? Er hægt lifa hér eðlilegu lífi á meðan heimsfaraldur geisar og þá hvernig? Jóhanna Jakobsdóttir lektor í líftölfræði ætlar ræða þessi mál við okkur á eftir.

Það er sjaldnast lognmolla í kringum leikkonuna Eddu Björgvins og er þar engin breyting á. Í hádeginu á morgun mun hún ásamt Snæfríði Ingvarsdóttur frumsýna glænýtt íslenskt leikrit eftir Hilmar Guðjónsson í Þjóðleikhúsinu. Leikritið heitir Rauða Kápan og er nógu stutt til hægt skella sér í hádeginu í leikhús og stökkva svo aftur til baka í vinnuna. Edda kíkir til okkar á milli æfinga en dagskráin er víst stíf.

Oft er talað um stefnumótamenning Íslendinga ekki upp á marga fiska. Ása Ninna Pétursdóttir hefur samt óbilandi trú á landanum í þeim málum og ætlar fara af stað með aðra seríu af stefnumótaþáttunum fyrsta blikið. Þar parar Ása saman fólk sem hefur sótt um vera með áhorfendur fylgjast með þeim fara á stefnumót. er opið fyrir umsóknir til þess taka þátt í annarri seríu og við ætlum spjalla við Ásu Ninnu um málið.

Ragnar Helgi Ólafsson rithöfundur og myndlistarmaður sendi nýverið frá sér ljóðabókina Laus blöð. Hún geymir tækifæriskvæði, heilræðavísur, heimsendatexta, jólalög og lausavís

Birt

10. nóv. 2021

Aðgengilegt til

10. nóv. 2022
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Andri Freyr Viðarsson, Hafdís Helga Helgadóttir og Hrafnhildur Halldórsdóttir halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu á daginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.