Síðdegisútvarpið

5. nóvember

Segja þjóðin undirbúa sig fyrir hertar aðgerðir og frekari átök við bylgjuna sem er í gangi. Gylfi Þór Þorsteinsson, umsjónamaður farsóttarhúsanna og hans fólk hefur heldur betur fundið fyrir aukningu smita og eru flest farsóttarhótelin full bókuð. Við heyrum í Gylfa um stöðuna.

Við förum í dagskrárliðinn okkar vinsæla Hvar hefur þú verið. þessu sinni er komið einum af ástsælustu grínistum Íslands, Pétri Jóhanni Sigfússyni, sem einnig hefur verið iðinn við leika í kvikmyndum og sjónvarpsþáttum undanfarin ár.

Hulda Vigdísardóttir er fara keppa fyrir Íslands hönd í Miss Multiverse 2021. Keppnin snýst ekki bara um fegurð heldur einnig um gáfur og getu keppenda. Keppnin fer fram í Dómíníska lýðveldinu eftir nokkrar vikur og mun Hulda koma til okkar á eftir og segja okkur nánar frá.

Hinn víðfrægi jólabasar hringsins verður haldinn á sunnudaginn kemur hér í Reykjavík. Eins og vaninn er verða ýmsir handgerðir munir, prjónavörur og jólakort og kökusalan fræga verður sjálfsögðu á sínum stað. Vilborg Ævarsdóttir formaður hringsins kemur til okkar á eftir.

Á þessum degi fyrir 28 árum síðan safnaðist 500 manns saman á Hellissandi í kulda og éljagangi, í einlægri von um eiga þar mót við geimverur sem höfðu boðað komu sína til jarðarinnr og var lendingarstaðurinn sagður vera Snæfellsnesið. Spennan var mikil og fréttamenn utan úr heimi mættu, meðal annars frá CNN. Eitthvað lítið fór þó fyrir geimverunum en við fögnum þó afmæli þessa merkisviðburðar og fáum til okkar Sævar Helga Bragason til rifja þetta upp með okkur og ræða um hvað við vitum um tilvist geimvera.

Birt

5. nóv. 2021

Aðgengilegt til

5. nóv. 2022
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Andri Freyr Viðarsson, Hafdís Helga Helgadóttir og Hrafnhildur Halldórsdóttir halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu á daginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.