Síðdegisútvarpið

4.nóv

144 greindust með COVID-19 í gær. Svo margir hafa ekki greinst innanlands síðan í byrjun ágúst. Aðeins tvisvar áður hafa svo margir greinst á einum degi. Fimmtíu greindust á Akranesi. En hvað er til ráða. þarf herða enn frekar á reglum hér innanlands til þess við getum kannski notið aðventunnar og jólanna. Þórólfur Guðnason svarar því í þættinum.

Borgarráð samþykkti í dag stórauka fjárframlög til viðhalds og viðgerða á skólahúsnæði í borginni og verður 25-30 milljörðum varið til málaflokksins á næstu 5-7 árum. Samhliða voru kynnt drög metnaðarfullri nýrri stefnu í húsnæðismálum fyrir skóla- og frístundastarf í anda menntastefnunnar Látum draumana rætast og Græna plansins, framtíðarsýn um sjálfbæra borg. Þetta hljóta teljast tíðindi miðað við hallarekstur borgarinnar en borgin verður rekin með 3, 4 milljarða króna halla á næsta ári samkvæmt fjárhagsáætlun sem var kynnt í vikunni. Skúli Helgason, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og formaður skóla- og frístundaráðs hjá Reykjavíkurborg kemur til okkar í þáttinn.

Það er nóg gera hjá Jóni Gnarr þessa dagana. Nýjasta bók hans Ó-orð er komin út. Bókin inniheldur íslensk orð sem Jóni þykir léleg. Jón er einnig fluttur til Akureyrar amk í nokkra mánuði því þar er verið setja upp sýninguna Skugga Sveinn og fer Jón Gnarr með aðal hlutverkið í þeirri sýningu. Við heyrum í honum í þættinum.

Jap­ansk­ir vís­inda­menn hafa skoðað það gaum­gæfi­lega, hvað ger­ist þegar þú borðar ís á morgn­ana og niður­stöðurn­ar urðu furðu já­kvæðar. Þeir mældu heila­virkni fólks sem borðaði ís í morg­un­mat og báru sam­an við þá sem fengu eng­an ís. Þeir sem snæddu ís­inn, sýndu betri viðbragðstíma og gátu unnið bet­ur úr upp­lýs­ing­um en hinn hóp­ur­inn. Á sama tíma voru ísneyt­end­ur með fleiri hátíðni alfa-heila­bylgj­ur sem tengj­ast betri at­hygli. Anna Svava Knútsdóttir leikkona og ísbúðareigandi kemur til okkar og ræðir þessar jákvæðu niðurstöður um ísát.

Íslensk þáttaröð Dagur í líf er um líf fólks sem býr við skerta starfsgetu og/eða líkamlega fötlun af ýmsum toga. Í þáttunum fylgjumst við með fólki á öllum aldri, víða um land, í ýmsum störfum og með ólíka fötlun og fjölskyldugerð. Elín Sveinsdóttir er aðalmanneskjan í framleiðslu þessara þátta sem eru sýndir á ruv á sunnudagskvöldum við heyrum í henni.

eru rauðar flíspeysur björgunarsveitarfólks orðnar áberandi í verslunarmiðstöðvarkjörnum og miðstöðvum og einn sjást þær stundum í Ríkinu höfum við heyrt. Ástæðan er nýr neyðarkall er mættur. Neyðarkall björgunarsveitanna á sér orðið la

Birt

4. nóv. 2021

Aðgengilegt til

4. nóv. 2022
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Andri Freyr Viðarsson, Hafdís Helga Helgadóttir og Hrafnhildur Halldórsdóttir halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu á daginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.