Síðdegisútvarpið

28.okt

Ungir umhverfissinnar sendu frá sér yfirlýsingu í dag og skoruðu í leiðinni á íslensk stjórnvöld. Yfirlýsingin hefst svona: Ísland þarf grípa í taumana strax og setja sér markmið um 70% samdrátt í losun á beinni ábyrgð Íslands fyrir 2030 til gera sitt ýtrasta til stuðla markmiði Parísarsáttmálans um takmarka hlýnun við 1,5 gráðu fyrir miðja þessa öld og til sýna fordæmi sem hvetur fleiri ríki til gera hið sama. Tími til aðgerða er núna, og hefur aldrei verið mikilvægara stjórnvöld taki mark á ráðleggingum IPCC. Tinna Hallgrímsdóttir sem er ungur umhverfissinni kemur til okkar á eftir.

Mikið álag hefur verið á Barnaspítala Hringsins undanförnu og því hafa börn þurft liggja á göngum spítalans. Árstíðabundnar pestir hjá börnum eru tíðari en áður. Þarna er um ræða RS - Vírus, auk ýmissa algengra öndunarfærasjúkdóma - Valtýr Thors er yfirlæknir á barnaspítala hringsins hann kemur til okkar á eftir.

Sextíu kíló af kjaftshöggum kom út í dag, en það er nýjasta bók Hallgríms Helgasonar. Bókin er sjálfstætt framhald verðlaunaskáldsögunnar Sextíu kíló af sólskini. Sagan hefst í Segulfirði, árið 1906. Áfram vindur furðuríku ferðalagi Íslendinga út úr myrkum torfgöngum inn í raflýstar stofur. Hallgrímur Helgason verður gestur Síðdegisútvarpssins í dag.

Upprunalega þríeykið sem stofnaði Todmobile árið 1988, þau Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson gítarleikari, Andrea Gylfadóttir söngkona og Eyþór Arnalds söngvari og sellóleikari koma saman á á stórtónleikum í Eldborgarsal Hörpu um helgina. Við fáum til okkar söngkonuna Andreu Gylfadóttur og gítarleikarann og lagahöfundinn Þorvald Bjarna til segja okkur nánar frá.

Það bárust af því fráttir ferðabókaútgefandinn Lonley Planet hefði valið Vestfirði sem besta áfangastað í heimi árið 2022 og hljóta það teljast mikil gleðitíðindi fyrir okkur öll og þá sérstaklega vestfirðinga. Díana Jóhannsdóttir starfar hjá Áfangastaðastofu Vestfjarða.

Fyrir tveimur árum fór Stefanía Sif Traustadóttir á námskeið í Canada þar sem hún fékk kynnast vélrænum stuðningsdýrum og fylgjast með þróun þeirra. eru þessi dýr gera innrás á dvalarheimilum aldraðra, ekki bara hér í Reykjavík heldur einnig á Dagdvöl aldraðra í Skagafirði þar sem Stefanía er einmitt forstöðumaður. Hún er á línunni.

Birt

28. okt. 2021

Aðgengilegt til

28. okt. 2022
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Andri Freyr Viðarsson, Hafdís Helga Helgadóttir og Hrafnhildur Halldórsdóttir halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu á daginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.