Síðdegisútvarpið

26. okt

Ljóst er COVID-19 faraldurinn hefur haft víðtæk áhrif á Íslandi sem og um heim allan, ekki síst á geðheilsu fólks. Sigrún Daníelsdóttir sálfræðingur og verkefnastjóri geðræktar hjá embætti landlæknis hélt fyrirlestur í dag um áhrif COVID á geðheilsu og fór yfir stöðu mála hér á landi ásamt því kynna leiðir fyrir einstaklinga g samfélagið til efla geðrækt og seiglu. Hún kíkir til okkar og fer yfir málið.

Smitum tók fjölga mjög í Færeyjum um miðjan október eftir nokkuð langt tímabil þar sem smit voru ekki mörg. eru 379 virk smit í Færeyjum og 564 eru í sóttkví, 2 liggja á sjúkrahúsi með COVID-19. Við hringjum til Færeyja og heyrum í Baldvini Þór Harðarsyni sem starfar á íslensku sendiskrifstofunni í Færeyjum.

Hrekkjavökuhátíðinni er fagnað um allan heim um helgina og þá klæða börn og jafnvel fullorðnir sig upp í óhuggulega búninga, börnin fara í hús og biðja um sælgæti eða hóta öllu illu en þau sem eldri eru skreyta híbýlin með graskerjum og plat-kóngulóarvef og bjóða búningaklæddum vinum í drungalegt teiti. Hefðin hefur ekki fyrr en nokkuð nýlega náð festa sig í sessi á Íslandi en það færist sífellt í aukana fólk haldi upp á hrekkjavökuna með miklu tilstandi. Fáir eru jafn spenntir og Sindri Sindrason fjölmiðlamaður og fjölskyldan hans sem eru strax byrjuð skreyta. Hann kíkir til okkar og segir frá hrekkjavökuundirbúningnum á sínum bæ.

Ísland mætir Kýpur á Laugardalsvelli í kvöld. Leikurinn verður þriðji leikur lkvennalandsiðsins í knattspyrnu undankeppni HM 2023 og með sigri kemst liðið upp í annað sæti C-riðils. Bein útsending hefst frá leiknum klukkan 18:45 á RÚV og hitað verður upp í HM stofunni frá klukkan 18:10.

En við byrjum á notuðum gleraugum sem til stendur senda til Kongó í Afríku. Í símanum er Sæmudnur Jóhannsson sem ber veg og vanda söfuninni ....

Birt

26. okt. 2021

Aðgengilegt til

26. okt. 2022
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Andri Freyr Viðarsson, Hafdís Helga Helgadóttir og Hrafnhildur Halldórsdóttir halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu á daginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.