Síðdegisútvarpið

18. október

Enn er íbúum Seyðisfjarðar í fersku minni þegar gríðarmikil aurskriða féll á svæðið rétt utan við Búðará og olli gríðarlegu tjóni enda ekki liðið ár síðan. Það er hætta á áframhaldandi skriðum og stafar ekki aðeins skriðuhætta vegna rigninga því undir Strandartindi er viðvarandi hætta á skriðuföllum úr bráðnandi sífrera. Álagið sem fylgir óvissunni er mikið fyrir íbúa. Hildur Þórisdóttir sveit­ar­stjórn­ar­maður Múlaþings verður á línunni.

Eru Íslendingar lélegir neytendur? Oft hefur því verið haldið fram og ætla verðlagseftirlit ASÍ og Neytendasamtakanna skoða þetta í kjölinn á sérstökum morgunverðarfundi á morgun. Við tökum smá forskot þau koma hingað Auður Alfa Ólafsdóttir verkefnastjóri verðlagseftirlits ASí og Breki Karlsson formaður Neytendasamtakanna

Sambandsþing UMFÍ var haldið á Húsavík um helgina og þar var kosinn nýr formaður sem heitir Jóhann Steinar Ingimundarson og hann kemur til okkar í þáttinn.

Hvaða áhrif hefur hugleiðsla á heilavirknina í okkur? Ætli það hafi jákvæð eða neikvæð áhrif hugleiða? Hafrún Tryggvadóttir er nemi í sálfræði við Háskólann á Akureyri hún er vinna rannsókn um þessi mál og segir okkur frá því.

Matvælastofnun varar við tínslu á kræklingi úr Hvalfirði því DSP þörungaeitur greindist yfir viðmiðunarmörkum í honum. Vanalega telst öruggt á þessum tíma árs tína og neyta kræklingsins. Það þekkir Sigurður Magnússon matreiðslumeistari en hann hefur kennt fólki tína og elda krækling á námskeiðum á vegum Landbúnaðarháskóla Íslands, við tölum við hann.

Birt

18. okt. 2021

Aðgengilegt til

18. okt. 2022
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Andri Freyr Viðarsson, Guðrún Dís Emilsdóttir og Hrafnhildur Halldórsdóttir halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu á daginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.