Síðdegisútvarpið

6.okt

Síðustu alþingiskosningar virðast ætla draga dilk á eftir sér því hefur dómsmálaráðuneytinu borist fjórar kærur vegna þeirra. Kastljósið hefur verður á kjörbréfanefnd síðustu daga og verður næstu vikur en hún tekst á við það erfiða verkefni finna lausn á þeirri stöðu sem komin er upp eftir endurtalninguna í Norðvesturkjördæmi eftir í ljós kom kjörgögnin þar hefðu ekki verið innsigluð milli talninganna. Undirbúningskjörbréfanefnd fundaði öðru sinni klukkan eitt í dag á nefndasviði Alþingis vegna málsins. Birgir Ármannsson er formaður nefndarinnar við heyrum í honum

"Góðvinir" Friðriks Ómars Hjörleifssonar gerðu honum heldur betur grikk og það á 40ára afmælistónleikum kappans sem fram fóru í Eldborgarsal Hörpu í vikunni. Þeir lugu því honum upp á sviði það ætti reysa styttu af Friðrik á æskuslóðum hans í Dalvík. Friðrik var sjálfsögðu hrærður við fréttirnar og svo mikið hann felldi tár þegar teikningar af styttunni birtust á stórum skjá upp á sviði. Við tökum stöðuna á Friðriki Ómari.

Rauði krossinn og Marel hafa undanfarin ár unnið saman mikilvægum samfélagslegum verkefnum erlendis og Í Move the Globe verkefninu sem hrundið var af stað í byrjun september einsettu starfsmenn Marel sér hreyfa sig til góðs og heita 50.000 evrum til verkefna í Norður-Brasilíu fyrir ?hvern hring sem þeir ganga í kringum jörðina?, Kristín Svanhildur Hjálmtýsdóttir framkvæmdarstjóri Rauða Krossins og Þorsteinn Kári Jónsson , forstöðumaður sjálfbærni og samfélagstengsla hjá Marel koma til okkar og segja frá.

Fæstir eru farnir huga almennilega jólunum en þó eru undantekningar. Geir Ólafsson er löngu byrjaður enda sleppir hann barninu sýnu út rétt fyrir jólin og það er stækka og jafnvel þroskast. Við erum sjálfsöðgðu tala um Las Vegas Christmas show-ið hans sem er orðið eitt af þessum föstu liðum aðventunnar. Geir mætir á eftir.

Í gær voru settar niður vatnaliljur í minnstu tjörn Hljómskólagarðsins sem heitir Þorfinssstjarna. Þorsteinn Magni Björnsson er einn þeirra sem stendur þessu frábæra verkefni og vonast hann til tjörnin muni líkjast málverki eftir Monet á komandi árum, Þorsteinn er á línunni.

Birt

6. okt. 2021

Aðgengilegt til

6. okt. 2022
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Andri Freyr Viðarsson, Hafdís Helga Helgadóttir og Hrafnhildur Halldórsdóttir halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu á daginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.