Síðdegisútvarpið

23. september

Sigurður Svansson og félagar á auglýsingastofunni Sahara hafa verið iðnir við halda utan um hvað stjórnmálaflokkarnir eyða í auglýsingar og einnig hvaða flokkar eru duglegastir við birta auglýsingar á samfélagsmiðlum. Sigurður kom til okkar í upphafi kosningabaráttunar. Hann kemur aftur til okkar í dag þegar kosningabaráttan er á lokametrunum og segir okkur hvað hefur breyst undanfarnar vikur.

Síðasti dagur aðalmeðferðar í Rauðagerðismálinu svokallaða fer fram í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur. Aðalmeðferð í málinu hófst á mánudag í síðustu. Málið hefur vakið talsverða athygli og ekki síst vegna umfangs rannsóknarinnar á því en á tímabili höfðu fjórtán réttarstöðu sakbornings og níu sátu í gæsluvarðhaldi. Freyr Gígja Gunnarsson, fréttamaður, hefur fylgst náið með réttarhöldunum og ætlar fara yfir málið með okkur á eftir.

Sr. Pálmi Matthíasson sóknarprestur í Bústaðakirkju lætur af störfum eftir 32 ára starf. Við ætlum ræða við Pálma um starf prestsins hvernig það hefur breyst og þróast í áranna rás en við ætlum líka ræða við hann um kirkjuna í Grímsey en Pálmi var prestur í Akureyrarkirkju og þjónaði þar með einning í Miðgarðakirkju sem brann til kaldra kola í fyrradag,

Við heyrðum í Elsu Pálsdóttur 61 árs kraftlyftingakonu af Suðurnesjunum í júlí þegar hún gerði sér lítið fyrir og varð Evrópumeistari í sínum aldursflokki í klassískum kraftlyftingum. hefur hún tekið þetta enn lengra, hún skellti sér á heimsmeistaramót í íþróttinni og kemur heim með heimsmeistaratitilinn sjálfan. Við heyrum í okkar allra sterkustu konu.

Það eru margir sem bölva því byrjað snjóa og það í september, margar færslur þar af lútandi hafa birst á samfélagsmiðlum en skíðamenn eru glaðir þegar snjóar og einn þeirra er rekstrarstjórinn í Bláfjöllum Einar Bjarnason.

Birt

23. sept. 2021

Aðgengilegt til

23. sept. 2022
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Andri Freyr Viðarsson, Hafdís Helga Helgadóttir og Hrafnhildur Halldórsdóttir halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu á daginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.