Síðdegisútvarpið

22. september

Eins og flestir vita þá brann Grímseyjarkirkja til grunna í nótt. Grímseyingar eru í áfalli vegna missisins á þessari sögufrægu og fallegu kirkju sem reist var árið 1867. Grímseyingurinn Karen Nótt Halldórsdóttir kom kirkjunni í ljósum logum og hana brenna til kaldra kola. Við heyrum í henni á eftir.

er slagurinn um formannssæti KSÍ hafin. Mörg nöfn hafa verið nefnd en færri stígið fram þangað til nú. Vanda Sigurgeirsdóttir er fyrrverandi landsliðskona en í dag starfar hún sem lektor í tómstunda- og félagsmálafræði við menntavísindasvið Háskóla Íslands. Sérsvið hennar við Háskólann er einelti og tómstunda- og leiðtogafræði. Við heyrum í Vöndu á eftir.

Á Vísindavefnum sem við vitnum oft í, var á dögunum lögð fram fyrirspurn hvort það væri siðferðilega rétt veiða lax í þeim eina tilgangi sleppa honum? Þar var jafnframt óskað eftir því lagt væri mat á hvort aðferð í stangveiðum, sem gjarnan er kennd við ?veiða-sleppa?, teljist siðferðilega réttmæt. Henry Alexander Henrysson siðfræðingur, doktor í heimspeki svarar þessari fyrirspurn í löngu máli á vefnum og við hringjum í hann og fáum hann til segja okkur svarið.

þjóðhagsspá fyrir árin 2021-2023 frá íslandsbanka hefur litið dagsins ljós en þar er spáð fyrir um þróun efnahagsmála. Þar ríkir mikil bjartsýni hvað hagvöxt varðar, ferðamenn munu streyma til landsins á næstu misserum, atvinnuleysi mun komast á sama stað og fyrir faraldur og svona mætti lengi telja. Jón Bjarki Bentsson er aðalhagfræðingur íslandsbanka og með jákvæðari mönnum hann kemur til okkar á eftir.

Halda mætti haustkransaæði hafi gripið um sig meðal íslendinga.

Nýlega auglýsti Halldóra Lísa Bjargardóttir fjögur námskeið í haustkransagerð í Elliðaárstöðinni og það seldist upp á svipstundu. Halldóra er á línunni.

Birt

22. sept. 2021

Aðgengilegt til

22. sept. 2022
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Andri Freyr Viðarsson, Hafdís Helga Helgadóttir og Hrafnhildur Halldórsdóttir halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu á daginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.