Síðdegisútvarpið

14.sept

Brýn þörf er á end­ur­nýja Blóðbanka­bíl­inn en Rauði kross­inn gaf bíl­inn árið 2002 og hófst rekst­ur hans árið eft­ir. Ína Björg Hjálmarsdóttir deildastjóri blóðsöfnunar og þjónusturannsókna í Blóðbankanum kemur til okkar rétt á eftir og segir okkur frá þessu þarfa tæki sem þarfnast endurnýjunar.

Mikið hefur verið rætt um slaufunarmenningu (cancel culture) undanfarið. Spurningin um það hvort fólk, fyrirtæki og stofnanir jafnvel eigi yfir höfuð afturkvæmt eftir orðsporskrísu á samfélagsmiðlum hefur um leið verið hávær. Krísustjórnun helst óhjákvæmilega fast í hendur við þá umræðu og liggur mikið við þegar kemur því vinna því vernda orðspor eða endurbyggja það. Efnið er flókið og viðkvæmt. Andrés Jónsson, eigandi Góðra samskipta og Halldóra Þorsteinsdóttir, héraðsdómari og lektor við lagadeild HR koma til okkar á eftir velta þessum hlutum upp en þau ætla halda uppi málstofu á fimmtudaginn næsta á vegum opna háskólans í HR.

Við höldum áfram kafa dýpra í tungumálið okkar og kynnum okkur ríkjaheiti og erlend heiti í íslensku máli. Ari Páll Kristinsson rannsóknarprófessor hjá Árnastofnun kemur til okkar.

En við byrjum á heyra hvað Guðmundur Gunnarsson oddviti Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi hefur segja okkur. Við hér í Síðdegisútvarpinu höfum undanfarið spilað brot úr X tuttugu og eitt, sem er kosningahlaðvarp RÚV en þar er meðal annars talað við nýja frambjóðendur. Gefum Guðmundi orðið.

Birt

14. sept. 2021

Aðgengilegt til

14. sept. 2022
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Andri Freyr Viðarsson, Hafdís Helga Helgadóttir og Hrafnhildur Halldórsdóttir halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu á daginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.