Síðdegisútvarpið

31. ágúst

Umræðan sem hefur skapast í kringum KSI og karlalandsliðið í fótbolta og afleiðingarnar sem fylgdu í kjölfarið hefur áhrif á alla og ekki síst börnin. Hér er um ræða miklar fyrirmyndir fyrir yngri kynslóðina þar sem ímyndir brotna og eftir standa spurningar en kannski minna um svör. En hvernig eigum við ræða við börnin um slíka atburði, hvar eigum við draga línurnar og hvar ekki ? Steinunn Anna Sigurjónsdóttir er sálfræðingur hjá litlu kvíðamerðferðarstöðinni ræðir við okkur um þessi mál.

Dýrin koma einnig við sögu í Síðdegisútvarpinu í dag, nánar tiltekið haförninn. Haförninn hefur verið afar duglegur við verpa undanförnu og er uppskeran ríkuleg. Þetta er mestur fjöldi unga frá því hafern­ir voru fyrst tald­ir fyr­ir rétt­um 100 árum árið 1921. Kristinn Haukur Skarphéðinsson dýravistfræðingur hjá náttúrustofnun útskýrir fyrir okkur af hverju haförninn er búinn vera svona sprækur.

Og meira af fuglum. Hettumáfurinn Máfsi eins og hann heitir í dag, sem fanst ófleygur og útataður í sterku lakki í Borgarfirði eystra fyrr í mánuðnum er allur koma til. Það er ekki síst Hjalta Stefánssyni myndatökumanni á Tókastöðum í Eiðaþinghá þakka, máfurinn hefur nefnilega dvalið hjá Hjalta undanfarnar tvær vikur. Þetta er ekki fyrsta dýrið sem Hjalti tekur sér því hann hefur einnig hýst tófu og mink. Við heyrum í Hjalta og fáum nýjustu fréttir af Máfsa.

Fulltrúar okkar á Ólympíuleikum fatlaðra í Japan hafa heldu betur verið standa sig og hefur hvert íslandsmetið af fætur öðru verið falla. Við heyrum í Kristjönu Arnarsdóttur sem einnig hefur staðið sig með prýði í upplýsa okkur um það sem þar fer fram.

So ætlum við heyra brot úr X tuttugu og eitt; kosningahlaðvarpi RÚV, þar sem meðal annars er rætt við nýja frambjóðendur til Alþingis. Í dag heyrum við hvað Jódís Skúladóttir sem skipar annað sæti á lista Vinstri grænna í Norðausturkjördæmi hefur segja okkur.

En við byrjum í sláturtíðinni því sláturleyfishöfum gengur illa manna sauðfjárslátrun haustsins. Gerðar voru kröfur um starfsmenn væru bólusettir gegn kórónuveiru og það hefur haft þau áhrif hluti af því erlenda verkafólki sem áður hefur unnið hér í sláturtíðinni hefur ekki komið. Steinþór Skúlaston forstjóri SS er á línunni

Birt

31. ágúst 2021

Aðgengilegt til

31. ágúst 2022
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Andri Freyr Viðarsson, Hafdís Helga Helgadóttir og Hrafnhildur Halldórsdóttir halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu á daginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.