Síðdegisútvarpið

27.ágúst

Aðalhagfræðingur Seðlabankans sagðist í gær sjá hættumerki á húsnæðismarkaði, hættan á húsnæðisbólu hefði aukist og ekki væri lengur hægt skýra hækkun húsnæðisverðs með auknum tekjum almennings. Um leið hækkaði seðlabankinn stýrivexti um 0,25% sem viðbragð til þess kæla húsnæðismarkaðinn. Una Jónsdóttir hagfræðingur hjá Landsbankanum spáir því þetta séð aðeins byrjunin á þeirri stýrivaxtahækkun sem framundan. Hvað þýðir þetta allt saman fyrir venjulegt fólk? Una kemur til okkar og segir okkur betur frá því.

Í gær hófust sýningar á söngleiknum 9 Líf þar sem stiklað er á stóru í ævi Bubba Morthens. Leikstjórinn Ólafur Egilsson stendur í ströngu þessa dagana úr einu í annað eins og það er oft kallað við heyrum í Óla og spyrjum m.a. út í það hvernig gengur setja af stað sýningu eftir langt hlé - leikarahópurinn hefur elst og þroskast sem á sérstaklega við um börnin meira um það hér á eftir.

Þrátt fyrir 2021 hafi, enn sem komið er, verið eitt skrítnasta ár í manna minnum getum við treyst á við getum kvatt það um áramótin með skaupinu góða. Það er ekki seinna vænna en fara huga gerð þess og í gær var tilkynnt hverjir myndu skrifa það í ár. Hópurinn er allur hinn glæsilegasti og tveir af höfundum eru þeir Vilelm Neto og Bergur Ebbi Benediktsson. Þeir koma til okkar á eftir.

Við ætlum kynna okkur samtök um Karlaathvarf - Huginn Þór Grétarsson segir okkur frá þeim samtökum, þörfinni fyrir slík samtök umfangi og starfi.

RÚV heldur úti kosningahlaðvarpi fram kosningum þar sem meðal annars er rætt við nýja frambjóðendur flokkanna 10 sem bjóða fram. Fyrsta viðtalið við frambjóðanda fer í loftið á morgun og við ætlum heyra brot úr því vitali. Það er við Kristrúnu Frostadóttur sem skipar 1. sæti í fyrir Samfylkinguna í Reykvíkurkjördæmi suður.

Birt

27. ágúst 2021

Aðgengilegt til

27. ágúst 2022
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Andri Freyr Viðarsson, Hafdís Helga Helgadóttir og Hrafnhildur Halldórsdóttir halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu á daginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.