Síðdegisútvarpið

12. ágúst

Það berast fréttir af covid-smitum hjá börnum í leikskólum og heilu deildunum er lokað. Til stendur hefja bólusetningar á börnum á aldrinum 12-15 ára á næstunni en foreldrum er í sjálfsvald sett hvort þau láti bólusetja börnin eður ei. Skólarnir eru byrja og ákveðin óvissa varðandi skipulag skólastarfs framundan. Valtýr Thors er sérfræðingur í barnalækningum og kemur til okkar.

Carbfix og Orka náttúrunnar, dótturfélög Orkuveitu Reykjavíkur, hafa hlotið styrk úr Nýsköpunarsjóði Evrópusambandsins (Innovation Fund) í verkefnið Silfurberg. Styrkurinn er einn hæsti sem veittur hefur verið til loftslagsverkefnis hér á landi og nemur um 3,9 milljónum evra, sem svara til tæplega 600 milljóna króna. Þetta er jafnframt í fyrsta sinn sem íslenskt verkefni er styrkt af sjóðnum. Berglind Rán Ólafsdóttir, framkvæmdastýra Orku náttúrunnar og Edda Sif Pind Aradóttir, framkvæmdastýra Carbfix koma í þáttinn.

Kvikmyndin Leynilögga eftir Hannes Þór Halldórsson vakti athygi í aðalkeppni kvikmyndahátíðarinnar í Locarno, sem er ein stærsta sinnar tegundar.

Kvikmyndin keppti um Gyllta hlébarðann eða Pardo d?Oro, ein virtustu kvikmyndaverðlaun sem veitt eru ár hvert. Auðunn Blöndal fer með aðalhlutverk í myndinni og kíkir til okkar.

Plötuverslanir í Reykjavík og Tónlistarborgin Reykjavík halda áfram með Elskum plötubúðir og bjóða upp á frábæra tónlistarveislu í plötuverslunum laugardaginn 14. ágúst. Andri kíkti í heimsókn í Smekkleysu fyrr í dag.

En þegar sumarlegt veður lætur sjá sig fyllast sundlaugarnar af sólarþyrstu fólki. Það getur reynst kúnst halda öllum sóttvörnum í hávegum í laugunum á sama tíma og fólk flykkist og fyllir alla potta og laugar, helst til þess gleyma öllu um heimsfaraldur og önnur leiðindamál. Anna Kristín Sigurðardóttir er forstöðumaður vesturbæjarlaugar og verður á línunni.

Birt

12. ágúst 2021

Aðgengilegt til

12. ágúst 2022
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Andri Freyr Viðarsson, Hafdís Helga Helgadóttir og Hrafnhildur Halldórsdóttir halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu á daginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.