Síðdegisútvarpið

11.ágúst

Við höldum áfram umræðunni um loftslagsmál en samkvæmd nýrri skýrslu nefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar segir róttækra aðgerða þörf strax ef sporna á við hlýnun jarðar. Við heyrum í Guðmundi Inga Guðbrandssyni umhverfisráðherra og krefjum hann svara um hvað hægt gera sem allra fyrst til bjarga okkur frá meiri hamförum.

Rúna Þrastardóttir hefur í sumar starfað hjá Landbúnaðarháskóla Íslands rannsóknum á skordýrum. Rannsóknirnar snúa því hvort hægt rækta mjölorma og hermannaflugur á Íslandi bæði svo við mannskepnurnar getum borðað slíkt og einnig til fóðurframleiðslu. Mjölormunum gefur hún hrat sem fellur til við bjórframleiðslu ásamt gulrótum og kartöflum en hermannaflugurnar grænmetis- og ávaxta afganga úr eldhúsinu. Rúna verður á línunni hjá okkur í dag.

Konráð Haraldsson sem undanfarið ár hefur rekið sexroom.is hefur ákveðið loka rekstrinum og snúa sér öðru. Nýlega auglýsti hann hörku græju úr herberginu til sölu á brask og brall á facebook. Auglýsingin ber yfirskriftina Leiktæki fyrir lengra komna. Við heyrum í Konráði um herbergið sem verið er loka og einnig forvitnumst við aðeins um þetta sannkallaða tryllitæki.

Við heyrum í Ragnheiði Ósk Erlendsdóttur framkvæmdastjóra hjúkrunar hjá heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins um fyrirkomulag bólusetninga næstu daga.

Breiðablki mætir skoska liðinu Aberdeen í forkeppni Sambandsdeildar Evrópu á morgun og þetta er seinni viðureign liðanna, skotarnir unnu með einu marki 3-2 á Laugardalsvelli í síðustu viku en til þess komast áfram þurfa Blikar sigra með tveimur mörkum. Við heyrum í formanni knattspyrnudeildar Breiðabliks Orra Vigni Hlöðverssyni en hann er staddur í Skotlandi þar sem spennan er magnast.

En við byrjum á Réttir Food Festival sem er matarhátíð á Norðurlandi vestra, þar sem heimamenn gera það sem þeir kunna best: Taka á móti gestum og töfra fram kræsingar í símanum er Þórhildur M. Jónsdóttir framkvæmdastjóri hátíðarinnar

Birt

11. ágúst 2021

Aðgengilegt til

11. ágúst 2022
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Andri Freyr Viðarsson, Hafdís Helga Helgadóttir og Hrafnhildur Halldórsdóttir halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu á daginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.