Síðdegisútvarpið

4. ágúst

Á morgun klukkan tvö mun dragdrottningin Starína mæta í öllu sínu veldi í Menningarhúsið Gerðubergi og lesa og skemmta börnum og öðrum gestum. Hún hefur síðastliðin ár glatt börn víðsvegar um landið með því lesa fyrir þau sögur með hinsegin sögupersónum og kynna fyrir þeim veruleika hinsegin barna og fjölbreyttra fjölskyldna. Börnin eru hvött til spyrja spurninga og eftir lesturinn býðst þeim taka mynd af sér með Starínu. Ólafur Helgi Móberg, maðurinn á bak við Starínu, kemur til okkar og segir okkur hvers vegna lestur er bestur.

Eftir ítarlega skoðun og umræðu var einhugur í neyðarstjórn Reykjavíkurborgar um aflýsa Menningarnótt í ár vegna útbreiðslu Coviid -19 smita í samfélaginu og óvissu sem ríkir um áhrif Delta afbrigðisins á börn, unglinga og aðra viðkvæma hópa. Við heyrum í viðburðarstjóra Reykjavíkurborgar Guðmundi Birgi Halldórssyni.

Ólöf Rósa Gunnarsdóttir greindist með endómetríósu eða legslímuflakk fyrir ellefu árum og greindi nýverið frá reynslu sinni á Instagram. Sjúkdómurinn veldur miklum kvölum og Ólöf er gjarnan rúmliggjandi svo vikum skiptir. Í síðasta mánuði var hún verkjuð í 37 daga samfleytt og tók sterk ópíóðaverkjalyf þrisvar á dag sem ollu meðal annars ofsjónu. Hún hefur ítrekað verið send heim af bráðamóttökunni kveðst mæta skilningsleysi í kerfinu. Hún á sér drauma um komast í framhaldsnám en sér ekki fram á geta látið draumana rætast á meðan hún lifir með verkjunum. Hún kíkir til okkar og segir frá.

Og svo er það gosið í Geldingardölum, enn og aftur er verið benda á það það stórhættulegt ganga út á hraunið. Samt sem áður eru einhverjir sem láta sér fátt um finnast í þeim efnum. Bogi Adolfsson er formaður Björgunarsveitarinnar í Grindavík við hringjum í hann.

En við ætlum byrja í Borgarnesi því starfsfólkið á Skessuhorninu sem er fréttaveita Vesturlands snéri til vinnu í dag eftir sumarfrí. Skessuhorn var stofnað 1998 og hefur algerlega stimplað sig inn í fjölmiðlaflóru landsins á þessum tíma. En hvernig gengur og hvernig er framtíðarsýnin - Magnús Magnússon stofnandi, eigandi og ritstjóri er á línunni

Birt

4. ágúst 2021

Aðgengilegt til

4. ágúst 2022
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Andri Freyr Viðarsson, Hafdís Helga Helgadóttir og Hrafnhildur Halldórsdóttir halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu á daginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.