Síðdegisútvarpið

21. júlí

56 greindust með Covid 19 í gær, sem er mesti fjöldi í 9 mánuði og ljóst veiran er komin á fleygiferð í samfélaginu. Engin ákvörðun hefur verið tekin um aðgerðir innanlands, en þeim var öllum aflétt í lok júní í ljósi vel heppnaðrar fjöldabólusetningar. eru um 90% þeirra sem býðst bólusetning bólusett en veiran virðist ekki láta það stöðva sig. Framundan eru fjölmenn mannamót, íþróttaviðburðir og útihátíðir. Einni slíkri var aflýst fyrr í dag, sem átti fara fram á Flúðum um verslunarmannahelgina. Við ætlum heyra hvað Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hefur segja um málið - en hann hefur staðið vaktina frá því veirunnar varð fyrst vart hér, fyrir um 500 dögum eða svo.

Langflest þeirra sem eru í einangrun með Covid 19 eru á aldrinum 18-29 ára, eða 100 manns, meira en tvöfalt fleiri en næsti aldurshópur 30-39 ára. Flest kórónuveirusmitin sem greinst hafa undanförnu tengjast skemmtistöðum í Bankastræti í Reykjavík og hópi sem kom frá London sögn sóttvarnalæknis. Það er því tvennt sem stendur upp úr þarna - það eru ferðalög erlendis og djammið. En hvernig er djammið á tímum covid? Og getur verið djammþyrstir hafa gengið full hratt um gleðinnar dyr? Ólafur Halldór Ólafsson þekkir djammið ágætlega - hann verður á línunni.

Á morgun 22. júlí verða tíu ár liðin frá því hryðjuverk voru framin í Noregi þegar norskur hryðjuverkamaður myrti 69 ungmenni í skotárás á sumardvalarstað ungliðahreyfingar norska Verkamannaflokksins á Útey. Fyrr um daginn hafði hann vegið 8 manns í sprengjuárás í Osló svo fórnarlömbin voru alls 77. Sigrún Skaftadóttir fyrrum alþjóðaritari Ungra Jafnaðarmanna man þennan dag vel. Hún mun flytja erindi á morgun á minningarathöfn um voðaverkin sem fram fer í minningarlundinum í Vatnsmýri.

Við ætlum líka forvitnast um njósnaforritið Pegasus sem virðst hafa verið nýtt til brjótast inn í síma hjá blaðamönnum, aðgerðarsinnum og stjórnmálamönnum víðsvegar um heiminn. Forritið gerir notandanum kleift lesa skilaboð, myndir og tölvupóst, taka upp símtöl og virkja hljóðnema. Framleiðandi forritsins, ísraelska fyrirtækið NSO, segir það ætlað til berjast gegn glæpum og hryðjuverkum. Í stórum gagnaleka frá fyrirtækinu koma fram um 50 þúsund símanúmer sem talið er gætu hafa verið skotmark þeirra sem kaupa þjónustuna. Þar á meðal eru vísbendingar um stjórn Viktors Orbans í Ungverjalandi hafi nýtt sér þessa þjónustu gegn fjölmiðlum. Valdimar Óskarsson framkvæmdastjóri netöryggisfyrirtækisins Syndis ætlar segja okkur meira um málið.

Óttar Guðmundsson geðlæknir og r

Birt

21. júlí 2021

Aðgengilegt til

21. júlí 2022
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Andri Freyr Viðarsson, Guðrún Dís Emilsdóttir og Hrafnhildur Halldórsdóttir halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu á daginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.