Síðdegisútvarpið

13. júlí

Atvinnuleysi fer hratt minnkandi með auknum umsvifum í samfélaginu. Unnur Sverrisdóttir forstjóri Vinnumálastofnunar ætlar ræða þessi mál við okkur.

Óprúttinn hakkari virðist sitja með sveitt ennið við taka niður instagram reikninga hvers áhrifavaldsins á fætur annars. Við ræddum í gær við Kristínu Pétursdóttur sem var ein þeirra fyrstu í þessari hrinu sem varð fyrir barðinu á hakkavélinni. Hún virtist nokkuð ráðalaus en mikið getur verið í húfi fyrir fólk sem byggir starf sitt upp á samfélagsmiðlum. En hvað er hægt gera við svona árásum? Valdimar Óskarsson hjá Syndis kemur til okkar ræða þau mál.

Menningarnótt fer fram í Reykjavík þann 21. ágúst næstkomandi. Þá verður öllu tjaldað til og rúmlega það því ekki tókst halda hátíðina í fyrra af ástæðum sem allir þekkja. Guðmundur Birgir Halldórsson ætlar segja okkur meira.

Í gær greindust tveir bólusettir einstaklingar með kórónuveiruna og höfðu báðir verið utan sóttkvíar. Sagt hefur verið frá því á fréttamiðlum annar þeirra hafi verið á fjölsóttum skemmtistað um helgina, enn er óljóst hversu margir enda því í sóttkví. Erum við farin sofna á verðinum eða er ástæðulaust hafa áhyggjur þegar svo stór hluti þjóðarinnar er bólusettur? Víðir Reynisson verður á línunni.

Fólk þarf ekki endilega fara út fyrir borgina til fara í áhugaverðar göngur. Gönguklúbburinn Vesen og vergangur býður upp á þemagönguferðir í miðbænum næstu þriðjudaga. Í dag verður farið yfir Íslendingasögur sem finnast víða í miðborginni og mun Einar Skúlason forsvarsmaður gönguklúbbsins Vesens og vergangs segja okkur betur frá því, rétt fyrir muller-æfingarnar sem gerðar eru í byrjun hverrar göngu.

Í dag var tilkynnt Magnús Kjartan Eyjólfsson, forsöngvari og gítarleikari Stuðlabandsins, muni stýra brekkusöngnum á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum í ár. Hann tekur við lausu plássi eftir Ingólfur Þórarinsson, eða Ingó Veðurguð var afbókaður fyrr í mánuðinum vegna fjölda metoo ásakana á hendur honum.

Birt

13. júlí 2021

Aðgengilegt til

13. júlí 2022
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Andri Freyr Viðarsson, Guðrún Dís Emilsdóttir og Hrafnhildur Halldórsdóttir halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu á daginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.