Síðdegisútvarpið

5. júlí

Bann við markaðssetningu á nokkrum algengum einnota plastvörum tók gildi um helgina. Það gildir t.d. um bómullarpinna úr plasti, sogrör, plastdiska, hnífapör og ýmislegt fleira. Við ætlum spjalla við Gró Einarsdóttur um þetta - hún er sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun.

Síðastliðinn laugardag fór mesti fjöldi farþega um Keflavíkurflugvöll í 15 mánuði - eða síðan í mars 2020, alls 10.580 farþegar. Þannig það streyma ferðamenn til Íslands og greinilega talsverður áhugi á ferðum hingað. Á sama tíma eru Íslendingar farnir hugsa sér til hreyfings. Kristján Sigurjónsson ritstjóri turisti.is ætlar vera á línunni hjá okkur og rýna í stöðuna.

Þær eru margar hryllingssögurnar sem maður heyrir þessa dagana af lúsmýi og margir sem hafa upplifað andvökunætur eftir óvæntar árásir frá þeim kvikindum. Og þessi óværa virðist vera dreifa sér víðar um landið. Guðmundur Óli Scheving meindýraeyðir ætla spjalla við okkur um lúsmýið, hvað er til ráða og nýjungar í baráttunni við lúsmý.

Undanfarnar þrjár vikur hafa 36 konur, sem kalla sig Seiglurnar, tekið þátt í siglingu skútunnar Esju hringinn í kringum landið. Og á morgun líkur þessari frægðarför þeirra þegar þær sigla inn í Reykjavíkurhöfn. Við sláum á þráðinn til skipstjórans, Sigríðar Ólafsdóttur.

Við forvitnumst líka um fjórðungsmót Vesturlands, þar sem knapar af Vesturlandi og úr Skagafirði leiða saman hesta sína. Magnús Benediktsson er framkvæmdastjóri mótsins.

Birt

5. júlí 2021

Aðgengilegt til

5. júlí 2022
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Andri Freyr Viðarsson, Guðrún Dís Emilsdóttir og Hrafnhildur Halldórsdóttir halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu á daginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.