Síðdegisútvarpið

29. júní

Fréttir bárust af því í gær heimilt væri bólusetja börn á aldrinum 12-15 ára með bóluefni Pfizer hér á landi, ef foreldrar óskuðu þess. Í kjölfarið loguðu allar línur hjá heilsugæslunni og fyrirspurnum rigndi inn í gegnum vef heilsugæslunnar. Í dag var hinsvegar sagt frá því skv. tilmælum sóttvarnalæknis yrði þessi hópur ekki boðaður í bólusetningar um sinn. Við spyrjum Ragnheiði Ósk Erlendsdóttur framkvæmdastjóra hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins nánar út í þetta.

Í gær kom Elín Björk Jónasdóttir til okkar og sagði frá hitabylgju í Norður Ameríku þar sem hitametin falla í hrönnum. Í gær fór hitinn í Vancouver í Kanada upp í 46 gráður og var þá slegið hitameta þar þriðja daginn í röð. Grundfirðingurinn Sveinn Kjartansson starfar þar sem ljósmyndari. Við heyrum í honum á eftir.

Draumur rafíþróttafólks í Reykjavík er rætast með fyrirhugaðri opnun á 800 fermetra rafíþróttahöll við Hallveigarstíg í Reykjavík. Í rafíþróttahöllinni verður boðið upp á aðstöðu til æfinga, keppni og skemmtun í rafíþróttum. Það er ekki allt - því þarna verður einnig bar, svo fólk geti fylgst saman með stærstu rafíþróttamótum heims. Höllin hefur fengið nafnið Heimavöllur og er stefnt á opna í haust. Gunnar Þór Sigurjónsson, framkvæmdastjóri Heimavallar verður á línunni.

Skiptinemasamtök AFS starfa í 99 löndum og hafa um 40.000 sjálfboðaliða á sínum snærum. Þar á meðal hér á landi. Og vill AFS á Íslandi fjölga í þeim hópi hér á landi sem tekur á móti skiptinemum víðsvegar úr heiminum. Kristín Björnsdóttir verkefnisstjóri hjá AFS segir okkur meira.

Óskalögin við orgelið er viðburður fyrir alla sem hafa gaman af því hlusta á tónlist og sérstaklega velja næsta lag! Jón Bjarnason Organisti Skálholtsdómkirkju er eins og lifandi glymskratti því hann getur spilað nánast hvað sem er á orgelið. Sama hvort það Abba, Queen, Kaleo, íslensku sönglögin eða sálmar. Óskalögin við Orgelið er í Skálholtsdómskirkju og Herdís Friðriksdóttir framkvæmdarstjóri Skálholts er höfuðpaurinn í málinu.

Birt

29. júní 2021

Aðgengilegt til

29. júní 2022
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Andri Freyr Viðarsson, Guðrún Dís Emilsdóttir og Hrafnhildur Halldórsdóttir halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu á daginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.