Síðdegisútvarpið

22.júní

í dag hefur verið bólusett af miklum krafti bæði í Laugardalshöll og víðar um land. Þessi vika telst stór Janssen og Pfizer í aðalhlutverkum og svo er risastór vika í næstu viku þegar Aztra Zenica fer í sprauturnar. En hvað á fólk gera sem verður ekki heima þegar boðið kemur, margir eru komnir í sumarfrí flestir ætla sér væntanlega ferðast innanlands en margir hyggja á útlönd. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir hjúkrunarforstjóri hjá heilsugæslunni segir okkur allt um það hvernig fólk á snúa sér í þeim málum.

Elín Björk Jónasdóttir veðurfræðingur er nýkomin í land eftir siglingu með Seiglunum hvar hún kom á land á ísafirði og fór í land í Eyjafirði. Við heyrum í Elínu Björk um þessa upplifun. Seiglurnar eru hópur kvenna sem siglir á skútu umhverfis Ísland sumarið 2021 í þeim tilgangi beina athygli hafinu og þeirri margþættu umhverfisvá sem því steðjar.

Andri Freyr er líka á ferðinni um landið en hann flaug austur á firði í morgun og við munum heyra frá honum þaðan. Hann heimsótti Silfurbergsnámuna á Helgustöðum á Eskifirði og ræddi við Kristján Leósson og hann heyrði líka af tónlistar - og viðburðardagskrá í Fjarðarbyggðar þegar hann tók Jóhann Ágúst Jóhannsson, forstöðumanns Menningarstofu Fjarðabyggðar tali.

Við ræðum líka við refasérfræðinginn Esther RutUnnsteinsdóttir sem er stödd á Hornströndum rannssaka sambúð refa og manna.

Birt

22. júní 2021

Aðgengilegt til

22. júní 2022
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Andri Freyr Viðarsson, Guðrún Dís Emilsdóttir og Hrafnhildur Halldórsdóttir halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu á daginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.