Síðdegisútvarpið

21.júní

Í nýlegri könnun rannsóknarhóps í verkefninu Worlds of Journalism Study kemur fram tæplega helmingur íslenskra blaða- og fréttamanna segir sér hafi verið ógnað eða hótað í starfi. Við ræðum þessar sláandi niðurstöður við Sigríði Dögg Auðundsdóttur fréttamann og formann blaðamannafélags Íslands.

Bráðlega heyrir það sögunni til farþegar í strætó geti borgað með miðum eða peningum og vagnstjórinn þurfi staðfesta viðkomandi hafi borgað sig inn. En hvenær búast við nýtt kerfi verði innleitt og verður þá alls ekki hægt borga með miðum eða peningum - Jóhannes Svavar Rúnarsson framkvæmdastjóri Strætó svarar því.

Það fréttist af göngufólki í hrakningum á laugarveginum um helgina þ.e. gönguleiðinni milli Þórsmerkur og Landmannalauga. Betur fór en á horfðist en það breytir því ekki mjög vetrarlegt er á fjöllum núna og Jónsmessan á næsta leyti. Jónas Guðmundsson er verkefnastjóri í slysavörnum hjá Landsbjörg hann verður á línunni.

Íslenska landsliðið í póker tryggði sér á laugardaginn sæti í úrslitum heimsmeistaramótsins sem haldið verður í nóvember næstkomandi.En hverjir spila póker á Íslandi og er spilað með alvöru peningum - Jón Ingi Þorvaldsson gjaldkeri pókersambandsins kemur í þáttinn.

vaknar hver hátíðinn af fætur annari, Síldarævintýrið á Siglufirði þar á meðal. Þórarinn Hannesson fer fyrir sérstökum stýrihópi um Síldarævintýrið og hann er á línunni.

Birt

21. júní 2021

Aðgengilegt til

21. júní 2022
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Andri Freyr Viðarsson, Guðrún Dís Emilsdóttir og Hrafnhildur Halldórsdóttir halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu á daginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.