Síðdegisútvarpið

18.júní

aukast líkurnar á því við eignumst aftur sterkasta mann heims. Síðustu nótt tryggði Eyþór Melsteð aflraunamaður og austfirðingur sér sæti í úrslitum á World?s Strongest Man í Scramento í Bandaríkjunum. Þetta hefur ekki verið nein lautarferð fyrir Eyþór Melsteð þar sem hann tognaði á tvíhöfða í upphitun og í fyrstu greininni reif hann á sér lófann. Það er ekki allt því einnig rifnaði vefur í öðru auga Eyþórs þegar hann var framkvæma þyngstu réttstöðulyftuna í Sterkasti Maður Íslands-keppninni, helgina áður en hann hélt út til Sacramento.Við heyrum í Eyþóri Melsteð í þættinum.

Samgöngustofu virðist ýmislegt til lista lagt því er komið út lag frá þeim sem heitir Smellum saman. Samgöngustofa hefur veg og vanda laginu í samstarfi við auglýsingastofuna Pipar. Snæbjörn Ragnarsson eða Bibbi í Skálmöld eins og hann er oftast kallaður semur lagið og er það flutt af Króla og Rakel Björk. Lagið fjallar um mikilvægi þess nota sætisbelti í bílum. Við fáum Einar Magnús Einarsson frá samgöngustofu, Króla og Rakel Björk til okkar á eftir og heyrum lagið í leiðinni.

Fyrir nokkrum vikum kom út fyrsta tímarit spunaspilara á Íslandi. Tímaritið heitir Fáfnir í höfuðið á gömlu spunaspilahópi sem var starfandi á á miðjum níunda áratugnum til enda þess tíunda. Maðurinn á bak við tímaritið er Þorsteinn Kristján Jóhannsson. Han kemur til okkur á eftir og við spyrjum meðal annars hvernig það gangi unga krakka til líta upp úr símanum og spjaldtölvunum og draga þá í spunaspil.

Síðdegisútvarpið heimsótti Flúðasveppi á Flúðum í morgun og fékk höfðinglegar móttökur frá Ragnheiði Georgsdóttur eins eigenda Flúðasveppa í svokölluðum sveppaklefa. Ragnheiður sagði okkur frá veitingastaðnum sem opnaði árið 2017 þar sem hægt er kaupa sveppaís!

En við byrjum á met helgi í veisluhöldum hér á íslandi. Margir ætla fagna brautskráningu, afmælum, giftingum og bara nefnið það. Landann þyrstir í gott partý og svo virðist vera þeir sem skaffa búnað í slíkar veislur hvort sem það séu partýtjöld, hljóðkerfi eða annarskonar búnaður hafi ekki undan þessa dagana og flestir lagerar eru galtómir. Ernir Skorri Pétursson hjá rentaparty.is finnur heldur betur fyrir álaginu og er hann á línunni.

Birt

18. júní 2021

Aðgengilegt til

18. júní 2022
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Andri Freyr Viðarsson, Hafdís Helga Helgadóttir og Hrafnhildur Halldórsdóttir halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu á daginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.