Síðdegisútvarpið

14. júní

Veðurfræðingurinn Einar Sveinbjörnsson færði okkur þær miður skemmtilegu fréttir útreikningar hans bentu til þess sumarið okkar hér á landi gæti orðið nokkuð kalt með lægðum og öðrum þess háttar leiðindum. Þessum fréttum fylgdi snjókoma meðal annars fyrir norðan og á hálendinu. Hvað er ske? Einar kíkir til okkar með allar þær upplýsingar sem við þurfum.

Ester Ingvarsdóttir barnasálfræðingur sem var viðstödd útskrift dóttur sinnar úr 10. bekk fyrir helgi var hugsi eftir fyrirkomulag útskriftarinnar og ákvað í kjölfarið senda bréf á stjórnendur skólans. Í bréfinu sagðist Ester hugsi eftir útskriftina en þar var meirihluta nemenda veitt verðlaun fyrir einhvers konar framúrskarandi árangur og örfái sátu eftir með engin verðlaun þar á meðal dóttir hennar. Bréfið sem upphaflega var sent á lokaðan hóp hefur hlotið víðtæka dreifingu og stjórnendur skólans hafa þakkað fyrir ábendinguna og segjast ætla hugsa málið upp á nýtt í framtíðinni. Við ræðum við Ester í þættinum.

Þrátt fyrir óvenju kalda sumarbyrjun og talsverðan snjó á hálendinu er það samt sem áður smám saman opna og hinar ýmsu gönguferðir Ferðafélags Íslands fara af stað. Við fáum til okkar Pál Guðmundsson framkvæmdastjóra Ferðafélags Íslands en hann ætlar segja okkur allt um það hvernig við undirbúum okkur fyrir ferðasumarið sem er fram undan.

Það vakti hörð viðbrögð fyrir helgi þegar skapari Latabæjar og aerobikfrömuðurinn, Magnús Scheving sagði í hlaðvarpi Begga Ólafs konur gætu beitt karlmenn ofbeldi með því neita þeim um kynlíf. Orðin voru líklegast sérstaklega eldfim vegna þeirrar umræðu sem hefur ríkt vegna nýjustu bylgju metoo en endurspegla þó mjög rótgróinn hugsunarhátt um rétt karla á líkömum eiginkvenna og kærasta sinna. Við fáum til okkar Siggu Dögg kynfræðing ræða þennan hugsunarhátt en hún átti sinn þátt í umræðunni á Instagram fyrir helgi.

En í dag eins og fyrri daga flykktist fólk Laugardalshöllinni til láta sprauta bóluefni í handlegginn á sér. Í þetta skiptið var Jansen á boðstólnum og voru tveir hópar boðaðir aukalega vegna dræmrar mætingar þeirra sem fyrirhugað var myndu mæta. Bóluefnið er viðkvæmt og eftir það er blandað þarf koma því út innan fárra klukkustunda því standa enn til boða einhverjir skammtar af jansen fyrir þá sem eiga eftir bólusetningu og gildir þá fyrstur kemur, fyrstur fær. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir verður á línunni.

Birt

14. júní 2021

Aðgengilegt til

14. júní 2022
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Andri Freyr Viðarsson, Hafdís Helga Helgadóttir og Hrafnhildur Halldórsdóttir halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu á daginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.